Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 66
-56-
Tafla 2. Áætlaður íjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu 1983-88, áætlað framleiðslumagn eftir hverja gyltu
1983-88 og meðalfallþungi sláturgrísa samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa 1983-1988.
Ár Áætlaður fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu Áætlað framleiðslu- magn eftir hverja gyltu Meðalfallþungi grísa í 1A, 1B og 1C skv. skýrslum
1983 13,4 731,6 kg 54,6 kg
1984 13,2 704,9 kg 53,4 kg
1985 13,6 749,4 kg 55,1 kg
1986 14,8 790,3 kg 53,4 kg
1987 15,3 810,9 kg 53,0 kg
1988 14,8 805,1 kg 54,4 kg
Framleiðsluspá fyrir árið 1989. Eftirfarandi niðurstöður eru notaðar við gerð þessara
áætlana:
1) Samkvæmt skýrslum fóðurbirgðafélaganna reyndust vera 3459 fullorðin svín í
landinu 1. nóvember 1988. Áætlað er að 10% af þessum fjölda séu geltir, eða
346 geltir og 3113 gyltur.
2) Fjöldi nytjagrísa samkvæmt sláturskýrslum og fóðurbirgðaskýrslum voru alls
44505 grísir á árinu 1988. Áætlaður fjöldi gylta 1. nóvember 1987 var 3008
gyltur. Áætlaður fjöidi nytjagrísa eftir gyltu á árinu 1988 er þar af leiðandi 14,8
nytjagrísir eftir hverja gyltu.
3) Samkvæmt sláturskýrslum var meðalfallþungi sláturgrísa í ÍA, 1B, 1C, Grís I*,
Grís I, Grís II og Grís III á árinu 1988 54,4 kg.
Framleiðsluspá fyrir árið 1989:
A) 3113 gyltur x 14,8 grísir = 46072 nytjagrísir
B) 46072 nytjagrísir x 54,4 kg + 1332 fullorðin svín x (103 - 54,4) kg = 2.506.316
kg + 64.735 kg = 2.571.051 kg eða 2571,1 tonn
Samkvæmt framleiðsluspá fyrir árið 1989 er reiknað með að á árinu 1989 fáist
46072 nytjagrísir og svínakjötsframleiðslan verði 2571,1 tonn.
Yfirlit yfir framleiðsluspár fyrir árin 1983-88. Af töfiu 3 sést að mesti mismunurinn
á framleiðsluspá og framleiðslu samkvæmt skýrslum er árið 1986, en þá eru
framleiddir 2720 fleiri nytjagrísir en framleiðsluspáin gerir ráð fyrir. Skýringin á þessu
er að fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu eykst úr 13,6 nytjagrísum 1985 upp í 14,8
nytjagrísi 1986 eða um 1,2 nytjagrísi. Þetta er mesta aukning á fjölda nytjagrísa milli
ára fram til þessa. Framleiðsluspáin fyrir árið 1986 var að sjálfsögðu miðuð við að
13,6 nytjagrísir fengust eftir hverja gyltu.