Ráðunautafundur - 15.02.1990, Qupperneq 67
-57-
Tafla 3. Fjöldi nytjagrísa samkvæmt framleiðsluspá 1983-88, fjöldi nytjagrísa samkvæmt sláturskýrslum og
skýrslum fóðurbirgðafélaganna 1983-88 og frávik frá framleiðsluspá 1983-88.
Ár Fjöldi nytjagrísa samkv. framleiðsluspá Fjöldi nytjagrísa samkv. skýrslum Mism. á framleiðslu- spá og framleiðslu samkv. skýrslum
1983 23369 23170 + 199 0,9%
1984 26572 26182 +390 1,5%
1985 28116 29005 -889 3,2%
1986 31484 34204 -2720 8,6%
1987 36216 37538 -1322 3,7%
1988 46022 44505 + 1517 3,3%
1989 46072
Tafla 4. Framleiðslumagn (tonn) samkvæmt framleiðsluspá 1983-88, framleiðslumagn samkvæmt
sláturskýrslum og skýrslum fóðurbirgðafélaganna 1983-88 og frávik frá framleiðsluspá 1983-88.
Ár Framleiðslumagn (tonn) samkvæmt framleiðsluspá Framleiðslumagn (tonn) samkvæmt skýrslum Mismunur á framleiðslu- spá og framleiðslu samkvæmt skýrslum
1983 1300,2 1310,2 -10,0 0,8%
1984 1484,1 1437,6 +46,5 3,1%
1985 1540,1 1641,3 -101,2 6,6%
1986 1776,5 1874,4 -97,9 5,5%
1987 1984,6 2038,9 -54,3 2,7%
1988 2494,6 2481,8 + 12,8 0,5%
1989 2571,1
Af töflu 4 sést að mesti mismunur á framleiðsluspá og framleiðslu samkvæmt
skýrslum er á árunum 1985 og 1986. Skýringin á, að framleiðsluspáin fyrir árið 1985
er 101,2 tonnum eða 6,6% lægri en ársframleiðslan 1985 er að meðalfallþungi
sláturgrísa eykst úr 53,4 kg 1984 upp í 55,1 kg 1985, eða um 1,7 kg. Einnig verður
aukning á fjölda nytjagrísa eftir hverja gyltu milli áranna 1984-85 eða úr 13,2
nytjagrísum 1984 upp í 13,6 nytjagrísi 1986.
Þessi 5,5% mismunur sem er á framleiðsluspá fyrir árið 1986 og ársframleiðslu
samkvæmt skýrslum 1986 stafar fyrst og fremst af þessari miklu aukningu sem var á
fjölda nytjagrísa eftir hverja gyltu milli áranna 1985 og 1986. Þessi mismunur á
framleiðsluspá fyrir árið 1986 og ársframleiðslu 1986 hefði orðið mun meiri ef
meðalfallþungi sláturgísa hefði ekki lækkað úr 55,1 kg 1985 niður í 53,4 kg 1986, þar
sem framleiðsluspáin fyrir árið 1986 er miðuð við meðalfallþunga sláturgrísa 1985.