Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 68
-58-
Framleiðsluspá fyrir árið 1989 notuð til að fá gleggra yfirlit yfir væntanlega
framleiðslu og sölu á svínakjöti á árinu 1989. Notaðar eru upplýsingar úr skýrslum
sláturleyfishafa um sölu og birgðir af svínakjöti í lok mánaðanna janúar og febrúar
1989, til að áætla hvað salan á svínakjöti verður að vera mánuðina mars-desember
1989 ef koma á í veg fyrir birgðasöfnun. Reiknað er með að verðlagningin á
svínakjötinu hafi afgerandi áhrif á söluna.
Tafla 5. Svínakjötsframleiðsla (tonn), samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa 1985-1988 („Svínaslátrun 1988”,
tafla 7, bls. 4).
Ár Jan. Febr. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Samtals
1985 123,0 115,1 129,0 125,4 124,1 124,4 140,9 126,9 140,8 165,8 150,5 164,5 1630,1
1986 135,8 125,5 152,5 155,2 145,3 145,3 169,6 142,6 174,9 144,1 171,8 203,9 1866,5
1987 117,6 139,4 167,3 165,6 154,0 173,5 141,7 161,7 173,4 167,7 197,3 247,9 2007,1
1988 117,8 175,5 218,0 157,3 235,1 197,0 201,1 226,1 174,7 206,7 279,6 286,5 2475,4,
1989 168,0 197,4 2571,1
* Framleiðslumagn samkvæmt framleiðsluspá fyrir árið 1989.
Af töflu 5 sést að 1. mars 1989 er búið að framleiða 365,4 tonn eða 14,2% af
áætlaðri svínakjötsframleiðslu 1989. Sambærilegar tölur frá árunum 1985-1988 eru
eftirfarandi:
1) 1. mars 1985 var svínakjötsframleiðslan 238,1 tonn eða 14,6% af ársframleiðslu
1985.
2) 1. mars 1986 var svínakjötsframleiðslan 261,3 tonn eða 14,0% af ársframleiðslu
1986.
3) 1. mars 1987 var svínakjötsframleiðslan 257,0 tonn eða 12,8% af ársframleiðslu
1987.
4) 1. mars 1988 var svínakjötsframleiðslan 293,3 tonn eða 11,9% af ársframleiðslu
1988.
Rétt er að vekja athygli á að í framleiðsluspá fyrir árið 1989 er reiknað með að
fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu verði 14,8 nytjagrísir í stað 15,3 nytjagrísa í
framleiðsluspá fyrir árið 1988. Ef reiknað hefði verið með 15,3 nytjagrísum eftir hverja
gyltu í stað 14,8 nytjagrísum í framleiðsluspá fyrir árið 1989, þá hefði áætluð
svínakjötsframleiðsla 1989 orðið 84,7 tonnum meiri en framleiðsluspá fyrir árið 1989
gerir ráð fyrir eða 2.655,8 tonn.