Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 71
-61-
vænta góðs árangurs með vali bestu einstaklinga til undaneldis, ef arfgengið er á
bilinu 0,20-0,40, en það tekur að sjálfsögðu lengri tíma að breyta eðlisfarinu eftir því
sem arfgengið er lægra. Þegar arfgengið er undir 0,20 tekur oftast langan tíma að
breyta eðlisfarinu með vali undaneldisgripa, þar sem mestur hluti af breytileikanum
innan erfðahópsins orsakast af atvikum og umhverfi. Frjósemi gylta eða fjöldi grísa í
goti hefur arfgengið 0,10, en það segir okkur að fóðrun, meðferð, húsakostur o.s.frv
hefur mest að segja um fjölda grísa í goti.
Dæmi um arfgengi ýmissa eiginleika svína (.Avl og produktion af svin" 1983, bls.
22-24:
1) Fjöldi grísa í goti við fæðingu 0,10
2) Fjöldi grísa úr goti við fráfærur 0,10
3) Fæðingarþungi grísa 0,10
4) Þyngd grísa við fráfærur 0,15
5) Snúðtrýni 0,20
6) Vaxtarhraði 0,35
7) Fituþykkt á hrygg yfir 0,50
8) Fituþykkt á síðu 0,60
9) Skrokklengd 0,50
10) Stærð hryggvöðvans 0,60
11) Fóðurnýting 0,35
Eins og sagt er hér að framan þá er átt við með fóðurnýtingu hve margar
fóðureiningar þurfi til að grís þyngist um 1 kg. Það er einkum eftirfarandi atriði sem
hafa áhrif á fóðurnýtinguna:
1) Vaxtarhraði grísa.
2) Fitusöfnun grísa.
3) Fjöldi grísa í goti og fæðingarþungi grísa.
4) Holdafar og mjólkurlægni gyltanna.
5) Ýmis atvik, sjúkdómar, óþrif, slæmur aðbúnaður, röng fóðrun o.fl.
Vaxtarhraði: Eins og gefur að skilja er jákvætt samhengi á milli fóðurnýtingar og
vaxtarhraða eða með öðrum orðum ef vaxtarhraði grísa eykst þá eykst fóðurnýtingin
samtímis. Tilraunir hafa sýnt að aukning á vaxtarhraða um 10% minnkar fóðurþörfina
á hvert kg vaxtarauka um 7-8%. Arfgengi vaxtarhraða og fóðurnýtingar er tiltölulega
hátt eða um 0,35, þess vegna má vænta allgóðs árangurs með ströngu vali undanel-
disdýra með mikinn vaxtarhraða og mikilli fóðumýtingu.
Því eldri sem grísirnir em þegar þeir ná sláturþyngd, 90-100 kg, þeim mun stærri
hluti af heildarfóðri þeirra fer til viðhalds. Hve mikil áhrif vaxtarhaðinn hefur á
fóðurnýtingu sést vel á því að grís, sem bætir við sig 500 g að meðaltali á dag frá
25-90 kg þyngdar notar að meðaltali 1,72 fóðureiningar til viðhalds fyrir hvert kg