Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 73
-63-
vaxtarhraði og þar með fóðurnýting minnkað um allt að 20%. Sama er að segja
um flesta innyflaorma.
Á vel reknum og þrifalegum svínabúum er þessi 5 atriði, sem talin eru hér að
ofan, ekki vandamál því að þeir svínabændur sem taka starf sitt alvarlega vita að
auðvelt er að fá upplýsingar og leiðbeiningar um einangrun, loftræstingu, baðlyf og
ormalyf o.fl.
Rétt er að geta þess að tilraunir hafa sýnt að ógeltir grísir hafa 6-9% betri
fóðurnýtingu og um 7% meiri vaxtarhraða en gyltugrísir og geltir grísir (..Framleiðsla
á kjöti af ógeltum galtargrísum", Handbók bænda 1986, bls. 338-340). Einnig hafa
rannsóknir sýnt að grísir sem hafa í sér streituerfðavísa, sem orsaka vatnsvöðva (PSE)
í kjöti, hafa minni fóðurnýtingu og minni vaxtarhraða en gnsir sem eru lausir við
þennan erfðagalla (.Streita í svínum og áhrif streitu á kjötgæði og þrif svína", Freyr
1989, bls. 37-39).
Áætluð fóðurnýting hjá íslenskum svínum: Eins og nefnt er hér að framan hafa
engar rannsóknir verið gerðar á fóðurnýtingu íslenskra svína, en mikil nauðsyn er að
þær verði gerðar. Til að áætla fóðurnýtingu íslenskra svína verða hér notaðar
upplýsingar frá Eftirlitsdeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Framleiðsluráði
landbúnaðarins. Taka verður skýrt fram að hér er um ágiskun að ræða og ekki er
reiknað með notkun á öðru en tilbúnum fóðurblöndum.
Af töflu 8 sést meðal aimars eftirfarandi:
1) Samkvæmt upplýsingum frá Eftirlitsdeild Rala var fóðurnotkunin í svínaræktinni
1988 alls 14257 tonn, þar af 1827 tonn innlendar fóðurblöndur.
2) Áætlað fóðurmagn á hvert framleitt kg af svínakjöti, samkvæmt upplýsingum frá
Eftirlitsdeild Rala og skýrslum sláturleyfishafa og fóðurbirgðafélaganna, hefur
minnkað úr 6,30 kg 1984 niður í 5,75 kg 1988.
3) Áætlaður fjöldi nyjagrísa og framleiðslumagn á ári eftir hverja gyltu hefur aukist
úr 13,2 grísum og 704,9 kg 1984 í 14,8 grísi og 805,1 kg 1988. Eftirtektarvert er
að áætlaður fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu minnkar úr 15,3 grísum 1987 niður
í 14,8 1988 og að þessi fækkun nytjagrísa eftir gyltu kemur einnig fram í áætlaðri
fóðurnotkun á hvert framleitt kg af svínakjöti, en fóðurnotkunin eykst úr 5,61 kg
1987 í 5,75 kg 1988 (sjá .Niðurstöður framleiðsluspár fyrir árið 1988 og
framleiðsluspá fyrir árið 1989").