Ráðunautafundur - 15.02.1990, Qupperneq 75
-65-
Af töflu 10 sést að þau svínabú sem hafa minnstan fóðurkostnað á hvert kg af
svínakjöti eru með flesta grísi eftir hverja gyltu og hæstan meðalfallþunga
sláturgrísa. Svínabúin í töflu 10 sem fá fleiri en 18,5 grísi eftir hverja gyltu á einu
ári og meira en 1 tonn af svínakjöti eftir hverja gyltu á einu ári eru öll með
fullkomið skýrsluhald. Eigendur þessara svínabúa munu án efa í framtíðinni leggja
mesta áherslu á að minnka fitusöfnun sláturgrísa og auka vaxtarhraða og fallþunga
þeirra, en það eiga þeir að geta auðveldlega þar sem arfgengi þessara eiginleika
er mjög hátt. Hin svínabúin í töflu 10 eru ýmist með ófullkomið skýrsluhald eða
alls ekkert þ.e.a.s. grísir og gyltur eru ómerktar svo engin leið er að stunda neinar
skynsamlegar kynbætur á þessum búum.
Tafla 11 hér á eftir sýnir fjölda FE á hvert framleitt kg af svínakjöti, fjölda
grísa eftir hverja gyltu á ári og fallþunga sláturgrísa á dönskum svínabúum með
skýrsluhald á árunum 1973-1982. Af töflu 11 sést að fóðurnotkunin á hvert kg af
svínakjöti hefur lækkað úr 5,73 FE 1973 niður í 4,97 FE 1982 hjá dönskum
svínabúum með skýrsluhald.
Tafla 11. Fjöldi FE á hvert framleitt kg af svínakjöti á dönskum svínabúum með skýrsluhald á
árunum 1973-1982 (samanber töflur 1 og 2, bls. 5 og 6).
Ár: 1973/74 1975/76 1977/78 1979/80 1981/82
Þyngd grísa við lok rannsóknar, kg 93 90 92 91 95
FE á grís fram að 25 kg þyngd FE á vöxt grísa frá 25 kg þyngd 140,0 132,0 121,0 116,0 110,0
til slátrunar 238,0 216,5 226,5 216,5 225,4
Heildarfóðurmagn á slátugrís, FE 378,0 348,5 347,5 332,5 335,4
Fallþungi - 71% kjötprósenta, kg Fjöldi FE á hvert framleitt 66,0 63,9 65,3 64,6 67,5
kg af svfnakjöti 5,73 5,45 5,32 5,14 4,97
Fjöldi nytjagrísa eftir gyltu á ári 12,5 13,5 14,1 15,9 17,2
Töflur 12 og 13 hér á eftir sýna hvernig sláturgrísir frá þeim svínabúum sem
eru í töflu 11 flokkast á árinu 1988. Kjötmatið gefur vísbendingu um hve feitir
sláturgrísirnir eru og um leið fóðurkostnað á hvert framleitt kg af svínakjöti. Rétt
er að taka fram að mikið er um verðfellingu sláturgrísa hjá einstaka svínabændum
vegna bitsára, kláða, lungnabólgu o.s.frv.