Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 76
-66-
Tafla 12. Yfirlit yfir niðurstöður úr kjötmati, scm fellt var úr gildi 31. ágúst 1988. Sömu svínabú og
í töflu 11.
Ár Svínabú nr. Sv.I-A. Sv.I.B. Sv.I.C. Meðalfallþungi grísa, kg Kg fóðurs á framleitt kg afsvihakjöti
1988 ii 86,62 % 12,38 % 1,00 % 53,7 4,88
1988 7 87,58 % 11,92 % 0,50 % 53,4 5,35
1988 47 90,17 % 9,26 % 0,57 % 55,4 5,03
1988 6 79,00 % 20,00 % 1,00 % 49,7 8,33
1988 8 78,59 % 20,99 % 0,42 % 51,9 5,78
1988 39 74,26 % 24,75 % 0,99 % 53,1 7,02
1988 54 82,68 % 16,54 % 0,78 % 49,5 5,83
1988 23 57,44 % 41,98 % 0,58 % 55,6 5,94
1988 74 72,19 % 25,67 % 2,14 % 48,4 7,71
1988 18 65,22 % 32,61 % 2,17 % 47,8 9,62
1988 16 51,76 % 40,35 % 7,89 % 47,9 5,90
1988 78 58,36 % 36,26 % 5,38 % 48,4 7,70
1988 55 53,58 % 39,25 % 7,17 % 44,8 6,98
Gæðamat á svínakjöti samkvæmt kjötmatsreglum, sem felldar voru úr gildi 31.
ágúst 1988, var eins og hér segir:
A) Sv. I.A. Skrokkar af grísum allt að 60 kg með vel vöðvafylltan hrygg, læri og
bóga. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og hvítt og þykkt þess hámark á
mjóhrygg 25 mm á miðju baki 20 mm og á herðum 35 mm eða samanlagt
mælt á þessum stöðum 80 mm. Útlit skrokksins og verkun skal vera
óaðfinnanleg.
B) Sv. I.B. Skrokkar af grísum allt að 65 kg með allgóða vöðvafyllingu og spiklag
sem er 30 mm á mjóhrygg, 25 mm á miðju baki og 40 mm á herðum eða 95
mm samanlagt, mælt á fyrrgreindum þremur stöðum.
C) Sv. I.C. Skrokkar af grísum allt að 75 kg, illa vöðvafylltir, óhóflega feitir,
útlitsljótir, vanþroska o.s.frv.