Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 112
-102-
kr. %
Verð til framleiðenda 270,00 78,49
Sláturkostnaður 32,96 9,58
Akstur 4,75 1,38
Afhendingargjald 0,21 0,06
Neytendagjald 6,88 2,00
Framl.r.gj. 0,86 0,25
Álaanina 28.34 8,24
Heildsöluverð 344,00 100,0
Að undanförnu hefur átt sé stað nokkur umræða um verð og
framboð á einstökum gæðaflokkum svinakjöts. Gerð hefur verið
könnun á mati svínakjöts i einstaka flokka í Noregi, borið
saman við þær reglur, sem gilda hér á landi. f Noregi fer
mat svínakjöts að langmestu leyti eftir kjötprósentu. Vægi
útlits er mun minna en tíðkast hérlendis. Smávægilegir
útlitsgallar eins og rispur hafa valdið því að einstakir
skrokkar hafa verið felldir i mati, þrátt fyrir að gæði
kjötsins séu að öðru leyti óaðf innanleg. Fram til þessa
hefur kjöt af svinaskrokkum, sem metnir hafa verið með þessum
hætti, ekki verið sérstakalega á boðstólum í kjötverslunum.
Því er nauðsynlegt að tryggja að verð til neytenda sé í
samræmi við kjötmat. Til að svo megi verða þarf að
endurskoða gildandi reglur um mat og merkingu svínaafurða.
Með aukinni neyslu og vinnslu svinakjöts hefur þróun i
dreifingu og markaðssetningu orðið sú að stöðugt stærra
hlutfall framleiðslunnar er selt sem ferskvara. Þetta hefur
valdið því að afurðastöðvar hafa nær útilokað birgðasöfnun.
Af þessum sökum hafa verðsveiflur verið meiri en áður, þegar
helstu sölutímar voru meira bundnir við stórhátiðir.
Sú mikla breyting á neyslumynstri kjöttegunda, sem átt
hefur sér stað á síöustu árum og enn sér ekki fyrir endann á,
ásamt stöðugt hærri kröfum um innflutning landbúnaðarafurða,
hlýtur að kalla á stórauknar framfarir í kynbótum og aukið
samstarf kjötframleiðenda og afurðastöðva. Með samstarfi
þessara aðila má helst tryggja að framboð og hagkvæmni i
framleiðslu og vinnslu verði með þeim hætti að neytendur sjái
sér hag í kaupum á islenskum kjötafurðum.