Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 123
-113-
Til þess að ná fram enn aukinni hagræðinu og auðvelda
framkvæmd þeirra tillagna, sem hér eru gerðar, telur nefndin
að gera þurfi miklar berytingar bæði stjórnunarlega og
félagslega séð innan mjólkuriðnaðarins. Því er lagt til að
stofnuð verði tvö fyrirtæki er annist vinnslu mjólkur og
mjólkurvara. Með þeim hætti telur nefndin að ná megi fram
mestri hagræðingu go virkastri stjórnun 1 greininni.
Fyrirtæki þessi verði stofnuð og starfrækt sem
hlutafélög, þar sem núverandi eignaraðilar mjólkurbúanna
gerist hluthafar með þeim hætti að nýju fyrirtækin yfirtaki
eignir og skuldir mjólkurbúanna, en þau leggi fram eigið fé
viðkomandi mjólkurbúa sem hlutafé, þ.e. fái það greitt með
hlutabréfum i nýju fyrirtækjunum. Annað félagið nái yfir
Suðurland, Vesturland og Vestfirði og hitt yfir Norður- og
Austurland.
Eignaraðilar að Mjólkurbúi Flóamanna, Mjólkursamsölunni
i Reykjavik og mjólkurbúunum i Borgarnesi, Búðardal,
Patreksfirði og ísafirði ættu fyrrtalda fyrirtækið.
Eignaraðilar að mjólkurbúunum á Hvammstanga, Blönduósi,
Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði,
Egilsstöðum, Neskaupstað, Djúpavogi og Höfn ættu siðartalda
fyrirtækið.
Þessi tvö fyrirtæki myndi samtök afurðastöðva í
mjólkuriðnaði (SAM). Osta og smjörsalan starfi áfram i
óbreyttri mynd, en mjög kemur til álita að gera hana að
hlutafélagi, myndað á hliðstæðan hátt og hin félögin.
Með þessari breytingu á félagslegri skipan mjólkur-
iðnaðarins má ná fram verulegum sparnaði i yfirstjórn,
skrifstofukostnaði og aðkeyptri þjónustu. Þá liggur fyrir að
stærri heild hefur meiri möguleika til vöruþróunar heldur en
smáar rekstrareiningar. En viðvarandi vöruþróun og
endurbætur á framleiðsluaðferðum er lifsnauðsyn i hverri
iðngrein. Siðast en ekki sist skal bent á að þróunin i
þjóðfélagi okkar, svo og erlendis, stefnir sífellt i samruna
smærri fyrirtækja í stærri heildir.
Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga má gera ráð
fyrir eftirfarandi heildarsparnaði: