Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 133
-123-
5. Hver verða áhrif kaupa á afskurði á verðlagningu og verðþol nýrra stykkja, þ.e.
bógleggs og framstykkis.
Svör fengust við meginspurningum, en önnur atriði eru enn í úrvinnlu. í þessari
skýrslu verður fyrst greint frá þeim aðferðum sem var beitt í tilrauninni, síðan greint
frá niðurstöðum mælinga og loks dregnar ályktanir og spáð í framhaldið.
EFNI OG AÐFERÐIR
Sláturhús og vinnubrögð
Ákveðið var að brytja allt að 500 tonn í þremur sláturhúsum, þ.e. Sláturhúsi
Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki
og Sláturhúsi SS á Hvolsvelli. Gert var ráð fyrir að brytja 200 tonn í Borgarnesi, 150
tonn á Sauðárkróki og 150 tonn á Hvolsvelli.
Skrokkar sem átti að brytja voru ekki bógbundnir og fóru berir í hraðfrystingu,
nema á Hvolsvelli þar voru þeir frystir í grisjupokum. Oftast voru þeir brytjaðir strax
á eftir frystingu.
í Borgarnesi fór brytjunin fram við sæmilegar aðstæður í nýjum kjötpökkunarsal
og var öllu kjötinu pakkað í stóra brettakassa.
Á Sauðárkróki var sagað við mjög frumstæðar aðstæður í stórgripasláturhúsi og
kjötinu pakkað annað hvort í stóra brettakassa eða litla pappakassa (50 toim).
Á Hvolsvelli voru aðstæður nokkuð góðar og fór brytjunin fram í húsnæði sem
notað er fyrir grófbiytjun á kjöti.
Ríkið gekkst inn á kaup á afskurði, allt að 100 tonnum, á rúmlega 340 kr hvert
kíló.
Eftirlitsmenn á vegum Rala voru í hverju sláturhúsi og sáu til þess að allur
afskurður fór í refafóður eða í kjötmjöl. Fæðudeild Rala hafði yfirumsjón með
tilrauninni og einnig sáu starfsmenn hennar um geymslurýmis-, frystihraða- og
rýrnunarmælingar. Vinnumálasambandið sá um vinnumælingar í sláturhúsunum þar
sem brytjun var framkvæmd og í nokkrum öðrum húsum til samanburðar.
Brytjunaraðferð
Læri, hryggir, framstykki og skankar voru nýtt af hverjum skrokki. í afskurð fóru slög,
hálsar, bringur, bógfita og kjúkur framan af skönkum. Reiknað var með að í afskurð,
sag og rýrnun færi 19,7% af innveginni þyngd skrokkana.
Skrokkarnir voru brytjaðir á eftirfarandi hátt:
- Læri voru söguð frá með þverskurði á milli aftasta og næstaftasta hryggjarliðar.
L