Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 138
-128-
Nýting var í nokkrum atriðum frábrugðin þeirri skipingu sem gengið var út frá
við verðlagningu kjötsins. Lærin eru þyngri á kostnað ódýrari stykkja, sérstaklega
skanka og hryggja. Rýrnun var minni en afskurður meiri en gert var ráð íyrir. Munar
þar mestu um meiri bógfitu, bringur og slög. Hjá SS var hluti af bringum nýttur en
í staðinn var kloffita sett í afskurð. Skekkir það myndina töluvert.
Niðurstöðurnar frá K.B.B. sýna hvernig gæðaflokkunin hefur áhrif á nýtinguna.
Læri eru hlutfallslega meiri í úrvalsflokki en öðrum flokkum og með vaxandi þunga
og fitu eykst hryggur og afskurður en læri og skankar minnka.
Miðað við verðhlutföll og heildsöluverð stykkja reyndist verðmæti brytjaða DI-A
kjötsins vera:
4. tafla. Brytjun dilkakjöts í sláturtíð. Verðmæti eftir brytjun. (DI-A).
Heildsöluverð í skrokkum
Viðmiðunarverð
KSS
SS (Bringur ekki með)
KBB
312 kr/kg
325 kr/kg
329,2 kr/kg
324,8 kr/kg
329,7 kr/kg
Með því að skoða staðalfrávik fyrir vigtanirnar má fá mynd af því hve jafnt og
nákvæmlega var sagað. Þau eru birt í 5. töflu.
5. tafla. Staðalfrávik fyrir vigtanir á atriðum úr brytjun á dilkakjöti í sláturtíð. DI-A.
Atriði Hús A Hús B
Læri 0,58 0,33
Hryggir 0,24 0,78
Framstykki 0,41 1,47
Skankar 0,21 0,45
Hálsar 0,13 0,48
Bringa 0,13 0,51
Slög 0,32 0,61
Bógfita 0,10 0,07
Kjúkur 0,04 0,04
Mikill munur er á þessum húsum. Niðurstöðurnar sýna mjög vel hve jöfn og stöðug
vinnubrögð skipta miklu máli fyrir þennan hluta vörugæða. Einnig er ljóst að með
þjálfun og góðum leiðbeiningum væri hægt að bæta ástandið mjög mikið.