Ráðunautafundur - 15.02.1990, Qupperneq 140
-130-
Hvaða áhrif hefur brytjun og breytt vinnubrögð henni tengd á vinnukostnað,
umbúðakostnað og rýmun?
Við brytjun minnkar vinna í slátursal og kjötsal, en á móti kemur nýtt vinnsluþrep,
brytjunin, sem áður var framkvæmd á öðrum árstíma og þá oft annars staðar en í
sláturhúsinu. Við brytjunina sparast plast og grisja en á móti koma kassar og
plastpokar, sem að eitthverju leyti leysa af hólmi aðrar heildsölupakkningar. Rýrnun
við frystingu eykst en rýrnun við frystigeymslu og flutning og dreifingu minnkar.
Vinnumælingar. (Miðað við pökkun í brettakassa). Helstu niðurstöður
vinnumælinganna eru sýndar í 6. töflu.
6. tafla. Niðurstöður vinnumælinga.
Atriði sem falla út Mín. á skrokk
Hnýting hækiabanda 0,1
Bógbinding 0,28
Pökkun í plast og grisju 1,26
Futningar úr frystum í geymslur 0,40-1,36
- með lyftara 0,40
- handvagnar og handlöngun 0,85
- í klefa með slæmri aðgöngu 1,36
Flutningar úr geymslum á bfla 0,40-1,15
- með lyftara á bfl 0,40
- með lyftara umstaflað á bfl 0,73
- með handvagni, staflað á bfl 1,15
Samtals 2,44-4,15
Atriði sem bætast við
Flutningar í og frá brytjun 0,3
Staðbundnir verkþættir
(Skröpun og pökkun úr og í poka) 0,0-1,6
Grófbrytjun 3,9
Tröllakassar með lyftara úr geymslu á bfl 0,1
Samtals 4,3-5,7
Miðað við að losna við staðbundna verkþætti, þ.e. pökkun í grisju, frágang
afskurðar í poka og mikla snyrtingu stykkja bætist við 0,15-1,86 mín. á hvern skrökk,
þ.e. á einum stað getur sá mannskapur sem sparast í slátursal, kjötsal og frysti tekið
að sér grófbrytjun en annars staðar þarf að bæta við tveimur til þremur mönnum.
Utan sláturtíðar myndi þessi þáttur taka 0,3 + 3,9 + 0,6 = 4,8 mínútur á skrokk
(flutningur í og frá brytjun, sögun, losun plasts og grisju). En þá er vinnuaflið ódýrara