Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 141
-131-
og einnig þarf að taka tillit til þess hvort tryggja þarf stöðuga vinnu eftir sláturtíð. Hér
er þó um töluverðan vinnusparnað að ræða.
Umbúðakostnaður. Samkvæmt upplýsingum frá KBB var umbúðakostnaður
eftirfarandi:
7. tafla. Pökkun á dilkakjöti. Umbúðakostnaður haustið 1989.
Tegund kr/stykki kr/kg Léðrétt
Grisja 26,10 kr
Plast 11,80 kr
Samtals 37,90/14,3 kr 2,65 kr
Stórir brettakassar 1495 kr
Plastpoki 200 kr
Bretti 635 kr
Stoðir 52 kr
Samtals 2534/450 kr 5,63 kr 4,50 kr
Ef 67% endurnýtt 3,74 kr 3,00 kr
Notaðir voru aftur 200 af 250 kössum frá sláturtíð 1989.
Litlir kassar tóku að meðaltali (skv. mælingum á Sauðárkróki) 14,0 kg af lærum,
11,6 kg af hryggjum, 14,2 kg af framstykkjum, 18,1 kg af skönkum eða að vegnu
meðaltali um 13,8 kg. Kassi með poka kostaði 101 kr og umbúðakostnaður miðað við
pökkun í litla kassa er því 7,4 kr/kg eða 5,90 miðað við heila skrokka.
Þegar borinn er saman umbúðakostnaður við gömlu og nýju aðferðina þarf að
reikna með því að meirihluti brettakassana verði notaður a.m.k. einu sinni aftur, bretti
og stoðir er hægt að nota oft. Auk þess þarf aðeins að pakka 80% af kjötinu í kassa
miðað við pökkun á heilum skrokkum því afskurður fór beint í fóðurstöð. Litlu
kassarnir koma að hluta í stað umbúða sem annars hefðu komið til á seinni stigum
dreifingarinnar. í því tilviki er því um hreinan sparnað á plasti og grisju að ræða.
Umbúðakostnaður í sláturkostnaði haustið 1989 var reiknaður 6,26 kr en á þann
lið er auk plasts og grisju einnig færður kostnaður við flokkaspjöld, hæklabönd,
umbúðir fyrir slátur o.fl.
Niðurstaðan er því aukning í umbúðakostnaði um 0,35 kr/kg ef brettakassar eru
notaðir og sparnaður upp á 2,65 kr/kg ef litlir kassar eru notaðir.
L