Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 146
-136-
Flutnings- og dreifingarkostnaður. Ekki er vitað hvað þessi sparnaður í geymslurými
hefur á flutnings- og dreifingarkostnað en vinnumælingar á flutningi kjöts úr geymslum
á bíla gefa vísbendingu í þessum efnum:
10. tafla.
Aðferð mín/skrokk kr/kg
Hlaðið á laupa og á þeim á bíl 0,4 0,35
Hlaðið á laupa og á lyftara. Umstaflað á bíl 0,73 0,65
Úr stæðu á handvagn, ýtt með höndum, staflað á bíl 1,15 1,03
Flutt í tröllakössum úr frostgeymslum, flutt með lyftara á bfla 0,1 0,09
Vinnukostnaður lækkar fjór- til tífalt eftir tæknistigi sláturhúsanna og þetta eina
atriði lækkar slátur- og dreifingarkostnað um 0,26-0,94 kr/kg eða 0,2-0,7%.
Sparnaður við flutninga frá sláturhúsi samsvara sparnaði í geymslurými og færa má
rök fyrir því jafnmikið sparist við losun og hleðslu bílanna.
Rýrnun vegna hnasks og óhappa við flutninga ætti að stórminnka.
Með bættu birgðahaldi, minna geymslurými og beinni dreifingu vöru úr sláturhúsi
til kaupenda ætti að vera hægt að draga úr sölukostnaði.
Hver verða áhrif kaupa á afskurði á verðlagningu og verðþol nýrra stykkja, þ.e. bógleggs
og framstykkis?
Ekki er farið að vinna og selja vörur úr þessum stykkjum í neinu verulegu magni.
Margir möguleikar eru á nýtingu þessara stykkja og verður þessi vetur að skera úr
um hvort markaður sé fyrir þau og hvaða verð neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir
vörur úr þeim.
ÁLYKTANIR
Hér að framan hefur verið lýst tilraun með brytjun á dilkakjöti í þremur sláturhúsum
haustið 1989 og svörum við þeim spurningum sem lagðar voru til grundvallar.
Helsta ályktunin sem draga má af þessari tilraun er, að miðað við núverandi
aðstæður við slátrun og í sláturhúsum er mjög erfitt að stunda brytjun á dilkakjöti í
sláturtíð. Hvergi er hægt að brytja dagsslátrun. Til þess þarf að fækka þeim lömbum
sem slátrað er á hverjum degi og lengja þar með sláturtíð. Einnig þarf að breyta
skipulagi og innréttingum húsanna. Þessar breytingar myndu þurfa rækilegan