Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 148
-138-
11. talla. Áhrif brytjunar í sláturtíð á sláturkostnað (miðað við launakostnað 750 kr/klst.).
Aukinn kostnaður:
Umbúðir
Rýrnun
Vinna við brytjun umfram það sem sparast í kjötsal
1,8-23,2 kr/kg
0,3 kr/kg
1,7 kr/kg
Samtals
3,8-25,9 kr/kg
Sparnaður/Verðmætaaukning:
Verðmætaukning
Plast og grisja
Minni rýrnun
Frystikostnaður
Geymslukostnaður
Dreifmgar og sölukostnaður
Vextir
0,3-2,0 kr/kg
1,0 kr/kg
2,0-5,0 kr/kg
2,0 kr/kg
17,0 kr/kg
2,7 kr/kg
1,3 kr/kg
Samtals
26,7-31,0 kr/kg
Mismunur
0,8-26,5 kr/kg
Sparnaðurinn er því frá því að vera enginn upp í það að vera um 25 kr/kg, sem
er um 20% af sláturkostnaði, allt eftir tæknistigi viðkomandi húsa, en meðaltalið er
sennilega á milli 10-15 kr/kg og því líklegt að breytingin, ef ekki er reiknað með
fjármagnskosnaði vegna hennar, lækki sláturkostnað um 7-11% að meðaltali.
ÁRAMHALD TILRAUNAR
Ef framhald á að verða á þessum tilraunum þarf að ná góðu samkomulagi og
samvinnu við alla sláturleyfishafa í landinu og láta þá taka þátt í undirbúa frekari
aðgerðir því það er allra hagur að draga úr sláturkostnaði og lækka þannig verð á
dilkakjöti. Semja þarf við ákveðin hús um að brytja allt dilkakjöt í sláturtíð en reyna
að forðast að vera með tvö kerfi í gangi.
Skoða þarf mun betur en gert hefur verið alla þætti sláturkostnaðar og hvemig
bæta megi ástandið hjá þeim húsum sem halda honum uppi svo hægt verði að lækka
hann.
Einnig er ljóst að stórir brettakassar eru bara milliumbúðir og því væri æskilegt
að leggja meiri áherslu á pökkun kjötsins í endanlegar umbúðir hvort sem um vinnslu-
, heildsölu- eða smásölupakkningar væri að ræða. Hér liggur beint við að tengja
saman þessar tilraunir og sölu á lambakjöti á lágmarksverði.
Líta þarf sérstaklega á pökkun í loftdregnar umbúðir fyrir frystingu svo og á
úrbeiningu og nýtingu á þyngstu og feitustu kjötflokkunum.