Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 151
-141-
tilraun var síðan fylgt eftir með samanburði á haust- og
vetrarrúningi áa á 2. vetur i önnur 3 ár. Emma Eyþórsdóttir
gerði síðan tilraunir með ær á 2.-5. vetur á Reykhólum og
Hvanneyri veturna 1986-'87, og '87-'88 og með ær á 4.-6.
vetur á Skriðuklaustri veturinn 1987-'88. Niðurstöður úr
þessum rannsóknum verða raktar hér á eftir með tilvísun í
aðrar og eldri rannsóknir.
ULLARMAGN OG GÆÐI
Ekkert bendir til, að rúningstimi hafi áhrif á heildarvöxt
ullarinnar yfir árið, en sé klippt að sumri tapast ávallt
einhver ull, einkum af eldri ám. í tilraunum Stefáns
Aðalsteinssonar (1980) fengust jafnþung reyfi af
vetrarklipptum ám eftir 9 mánaða vaxtarskeið og af
sumarklipptum án, þegar 12 mánuðir höfðu liðið frá síðasta
rúningi.
1. tafla. Áhrif rúningstíma á ullarmagn.
Haustklippt Vetrarklippt (H/V)
Aldur/staður Tala kq (%snoð1 Tala kq xlOO
Gimbrar: Hestur 249 2,17 (26,7) 253 2,30 94*
Ær á 2. vetur: Hestur 155 2,98 (16,0) 152 2,97 100
Reykhólar 46 3,54 (19,8) 46 3,65 97
Ær á 2.v. og eldri: Hvanneyri 128 2,85 (13,3) 128 3,00 95
Ær á 3.v. og eldri: Reykhólar 96 3,20 (20,6) 96 3,20 100
Ær á 4.-6. vetur: Skriðuklaustur 60 2,54 (17,3) 60 2,39 106
*) P < 0,05 f 1. töflu sést, að í flestum tilfellum er lítill og
ómarktækur munur á heildarullarmagni, eftir þvx hvort rúið er
að hausti eða um miðjan vetur. Þann mun, sem fram kom 1
tilrauninni með rúning gimbra á Hesti má örugglega rekja til
meiri óhreininda í vetrarullinni. f þessum tilraunum voru
gimbrarnar rúnar að haustinu um mánaðamótin október-nóvember
en ærnar frá 13. til 23. nóvember. Vetrarrúningur var um