Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 153
-143-
tvenns konar fóðrun, og fengu gimbrarnar i öðrum flokknum 40-
50 g af fiskimjöli hver á dag. Fiskimjölsgjöfin jók
endurvöxtinn um 0,6 g/dag og var sá munur marktækur.
í 2. töflu er sýnt mat á haust- og vetrarklipptri ull úr
sömu tilraunum. Taka verður fram, að matið fór ýmist fram
hjá Álafossi i Mosfellsbæ, i Hveragerði eða á Akureyri og
ekki virtist vera fullkomið samræmi i mati milli ára. Þvi
eru matstölur fyrir einstök bú ekki endilega sambærilegar.
Flokkunin var i öllum tilfellum mun betri á haustullinni. Af
haustklipptu lambsullinni flokkuðust 74% i úrval og likt
hlutfall af ánum á Hvanneyri og Skriðuklaustri en 53-55% af
haustull áa frá Hesti og Reykhólum. í heildina fóru 64,6% af
haustull ánna í úrval og 33,7% i I. flokk, en við
vetrarrúning voru þessi hlutföll öfug, 28,3% i úrval og
67,2% i I. flokk, og verður sá munur alfarið rakinn til
húsvistarskemmda. Þá er athyglisvert hversu vel snoðið af
haustklipptu ánum flokkaðist, en það skiptist nokkurn veginn
að jöfnu milli úrvals og I. flokks. Niðurstaðan úr
ullarmatinu var sú, að ullin af haustklippta fénu (haustreyfi
+ snoð) skilaði 22% hærra verði á hvert kg en vetrarullin.
3. tafla. Áhrif rúningstíma á ullargœði. Meðalíöl sýna af
herðum, síðu og lænim. (H=haustull, V=vetrarull).
Staður F1 Tala Þvotta- rýrnun % Toglitur Eink. 1-10 Mor Eink. 1-10
Hvanneyri H 24 17,4 7,6 9,6
'86-'87 V 24 30,3 4,5 8,8
Snoð 24 36,6 8,9 9,0
Reykhólar H 23 18,8 9,0 9,4
'86-'87 V 24 26,3 7,9 8,2
Snoð 24 38,5 9,5 7,5
Reykhólar V 24 23,8 6,5 7,4
'87-'88 Snoð 18 33,0 9,7 8,0
Skriðuklaustur H 24 15,0 9,2 9,5
V 24 21,5 7,9 8,6
00 1 00 00 Snoð 9 33,2 9,9 8,0