Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 154
-144-
í tilraunum Emmu Eyþórsdóttur voru tekin 3 sýni úr
hverju reyfi, af herðum, siðu og læri. Metin var rýrnun við
þvott og gefnar einkunnir á skalanum 1-10 fyrir toglit annars
vegar og mor í þveginni ull hins vegar. Niðurstöðurnar eru
sýndar i 3. töflu. Haustullin rýrnaði minnst við þvott,
17,1% að jafnaði, vetrarullin um 26% og snoðið um 36,1%.
Rýrnun á snoðinu mun þó vera ofmetin, vegna þess að sýnin
voru smá og erfitt að forðast tap á hárum í þvottinum. Hins
vegar má ætla, að i snoðinu sé hlutfallslega meiri fita en í
heilu reyfi og rýrnunin þess vegna meiri. í öllum tilvikum
dæmdist betri toglitur á haustull en vetrarull, og minna mor
fannst í henni eftir þvott, sem er í góðu samræmi við
ullarmatið. Athygli vekur hve snoðið dæmdist vel hvítt, sem
bendir til að það verjist að mestu hlandbruna.
Ofangreindar niðurstöður sina ótvirætt, að haustrúningur
skilar betri ull en ef rúið er á húsi um miðjan vetur.
Aðstæður og umgengni i fjárhúsum skipta þó miklu máli. Þar
varðar mestu loftræsting og gólfgerð, frágangur garða og
gjafalag. Rakastig í fjárhúsum má helst ekki fara yfir 80%
(Grétar Einarsson og Eirikur Loftsson, 1988), en er oft um
90% í illa loftræstum húsum (Magnús Sigsteinsson, 1987).
Tilraunir hafa sýnt, að með auknum loftraka eykst hlandbruni
i ullinni (Grétar Einarsson, 1977; Stefán Aðalsteinsson og
Margrét Grétarsdóttir, 1978). Til að tryggja loftraka undir
80% í fjárhúsum þar sem féð er í ull, þarf yfirleitt að setja
upp viftur. Auðveldara er að halda rakanum niðri séu húsin
einangruð; hins vegar hefur það engin áhrif á ullargæði,
hvort fjárhúsin eru einangruð eða ekki, að því tilskyldu að
loftræsting sé í lagi (Lilja G. Eyþórsdóttir, 1989). f
húsvistartilraunum á Hvanneyri hefur komið fram verulegur
gæðamunur á vetrarklipptri ull eftir gólfgerð fjárhúsa. Að
jafnaði rýrnaði ull úr taðhúsum, þar sem féð var lokað inni,
15% meira við þvott en úr trégrindahúsum og fékk 20-30% lægri
einkunn fyrir toglit. Þetta var þó breytilegt eftir
tíðarfari, þ.e. hversu vel tókst að halda taðinu þurru. Væri
taðið þurrt, mátti búast við 10-12% lægra verði fyrir ullina
úr taðhúsunum, en 30-40% lægra verði, næði taðið að blotna
verulega (Grétar Einarsson og Eiríkur Loftsson, 1988). Liggi
ær í taðhúsum hins vegar við opið, dregur mjög mikið úr