Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 155
-145-
húsvistarskemmdum (Lilja G. Eyþórsdóttir, 1989). Minnstar
skemmdir verða á ullinni, ef i húsunum er stálristargólf og
getur munað verulega um það i flokkun ullarinnar (Grétar
Einarsson, 1982). En hversu góð sem húsin eru var það
ályktun Lilju G. Eyþórsdóttur (1989), að ekki yrði komist hjá
skemmdum á toglit við innistöðu fjár og eina leiðin til þess
væri að haustrýja. Hins vegar má stórlega draga úr
morskemmdum með góðum slæðigrindum og vönduðu gjafalagi.
FÓÐURÞARFIR, ÁTGETA OG ÞRIF
Við rúning aukast til muna fóðurþarfir til viðhalds.
Mikið skortir þó á, að þessi þáttur hafi verið rannsakaður
nægilega hér. í tilraunum á Hvanneyri (Grétar Einarsson,
1981), mældist u.þ.b. helmings aukning i hitaframleiðslu hjá
ám og gimbrum við rúning á miðri meðgöngu við 7-12°C
umhverfishita. Hitamyndunin minnkaði nokkuð, þegar frá leið
klippingu, en jókst að vonum aftur er nær dró burði. Áhrif
rúnings á orkuþarfir fjárins tengjast umhverfishitanum, og
ætti hiti í fjárhúsum ekki að fara undir 10°C fyrstu vikur
eftir rúning (Grétar Einarsson, 1980). Á Hvanneyri kom fram
mikill munur á fóðurnýtingu klipptra áa eftir því hvort
fjárhúsin voru einangruð eða ekki, þótt enginn munur væri
merkjanlegur fyrir rúning. í einangruðu húsunum, þar sem
jafnaðarhiti var 11-12°C, þyngdist hver ær um 85 g/FE/dag
eftir rúning, en þar sem einangrun var engin og hitinn til
jafnaðar 8°C var þyngdaraukningin minni, eða 37 g/FE/dag
(Grétar Einarsson, 1980).
Af niðurstöðum þessum ályktaði Grétar, að fóðursparnaður
mundi borga einangrun fjárhúsa á 3 árum, þar sem rúið er að
vetri, en ella væri einangrunar ekki þörf. Þess má og geta,
að auðvelt er að bæta skilyrði í óeinangruðum fjárhúsum með
þvi að tjalda plastdúk yfir hálfar krærnar fyrstu vikur
eftir rúning. Þetta var reynt á Hesti, og var að jafnaði 5°C
heitara undir plastdúknum en utan hans. Við rúning hækkar
hiti i fjárhúsum um 4-7°C og rakastig lækkar um 10-15% vegna
aukinnar hitamyndunar fjárins (Grétar Einarsson, 1980).
Bein áhrif rúnings á þrif ánna eru jafnframt háð því
hversu mikið þær eru fóðraðar. Um þetta kom fram vísbending
í tilraun á Hesti veturinn 1987-'88 (Tryggvi Eiríksson,