Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 156
-146-
óbirtar niðurstöður). Þar voru ær á 2. vetur fóðraðar
mismikið i 9 vikur um miðja meðgöngu, fengu annars vegar 0,5
FE á dag en hins vegar 0,9 FE á dag þetta tímabil, og var
eingöngu gefið gott hey (1,66 kg/FE). Þriðjungur ánna á
hvoru fóðurplani var i ull allan veturinn,. þriðjungur var
rúinn á miðju tilraunaskeiðinu, og þriðjungur var
haustrúinn, en sá hópur var þó ekki fyllilega sambærilegur
við hina tvo vegna betri fóðrunar frá hausti og þar til
tilraunafóðrun hófst þann 26. janúar. Allar ærnar sem fengu
0,5 FE léttust fyrstu 5 vikurnar, þ.e. fram til
vetrarrúnings, um rúm 3 kg aö jafnaði þeir 2 hópar sem í ull
voru, en haustrúnu ærnar um 6 kg, sem getur stafað af meiri
viðbrigðum við fóðurbreytinguna. Næstu 4 vikur héldust
ullarærnar á þessu fóðurplani við, en ærnar sem
vetrarklipptar voru, léttust þá um 2,5 kg, þ.e. fyrstu 4
vikurnar eftir rúning. Þessi munur var raunhæfur, en
haustklippti hópurinn lá þarna mitt á milli. Á hinn bóginn
hafði vetrarklippingin engin áhrif á þunga ánna sem fengu 0,9
FE og þyngdust báðir hópar jafnt, nýklipptar og ullarær á
vikunum eftir rúning.
f fyrrgreindum klippingartilraunum á Hesti, Hvanneyri og
Skriðuklaustri var mælt fóður i féð allan veturinn til 1. maí
og fylgst með þyngdarbreytingum. Ef undanskilin eru tvö
tilraunaár á Hesti (ær á 2. vetri 1985-'86 og 1987-'88) var
sambærilegt fóðurskipulag i öllum þessum tilraunum, að þvi
leyti, að gefa skyldi hey að vild og miða við a.m.k. 10%
leifar. Hins vegar var kjarnfóðurgjöf breytileg milli búa og
ára en ávallt eins í báðum samanburðarhópunum. Heyleifar
reyndust i sumum tilvikum minni en ætlað var, allt niður i 6-
8% á stundum. f öllum tilvikum leifðu haustklipptu hóparnir
minna, og má vera að átgeta þeirra sé lítillega vanmetin í
sumum tilfellum.
f tilrauninni með rúning gimbra á Hesti, sem stóð i 3
ár, átu haustklipptu gimbrarnar að jafnaði aðeins 50 g meira
hey á dag (5%) frá hausti til febrúarloka, þegar vetrarklippt
var. Þessi munur var svipaður öll árin. í mars og apríl
hélst 25 g munur að meðaltali og samtals munaði 7,8 kg (4 FE)
á áti flokkanna frá 1. nóvember til 1. mai. Þyngdaraukning
var sú sama i báðum hópum, 17 kg á þessu timabili, þegar