Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 159
-149-
hinar í upphafi og héldu þeim mun út i gegn.
Þessar tilraunir svara ekki þeirri spurningu hvað
rúningur auki mikið viðhaldsþarfir ánna, enda mun það
breytilegt eftir umhverfishita. Sé hins vegar skoðað
tlmabilið frá haustrúningi til vetrarrúnings, kemur I ljós,
að H-f lokkarnir, sem átu til jafnaðar 14% meir á þessu
skeiði, þyngdust að meðaltali um 8,1 kg en V-flokkarnir um
6,9 kg. Ekki var marktækur munur á breytingum holdastiga,
sem gefin voru á Hesti og Hvanneyri. Af þessu má álykta, að
ætla þurfi 10-15% meira fóður handa haustklipptum ám heldur
en ef klippt er í mars.
FRJÓSEMI
Rannsóknir hafa ítrekað sýnt, að haustrúningur gimbra
eykur frjósemi þeirra. í tilraunum Stefán Aðalsteinssonar
(1972) báru 71,2% haustklipptra gimbra en 63,3% þeirra, sem
voru i ull fram á miðjan vetur eða til vors. Fleiri urðu
tvílembdar í fyrrnefnda flokknum og fæddust þar 0,80 lömb á
gemling á móti 0,66 lömbum I ullarflokknum. Þessi munur
jaðraði við að vera tölfræðilega marktækur. Enn meiri munur
kom fram I sambærilegum tilraunum i Noregi (Nedkvitne, 1979),
en þar fæddu 79% haustklipptra gimbra lömb, borið saman við
55% gimbra í ull.
í tilrauninni á Hesti var meðalfanghlutfall
haustklipptra gimbra 83% en 48% hjá þeim vetrarklipptu. Alls
fæddist 40 lömbum fleira eftir 100 gimbrar i H-flokknum en i
V-flokknum. Þess ber þó að geta, að fanghlutfall
vetrarklipptu gimbranna þessi ár var, af einhverjum óskýrðum
ástæðum mun lægra en árin á undan. Meðalfanghlutfall gimbra
á árunum 1961-'84 var 65%, þó með verulegum frávikum.
Varlega má áætla, að haustklippingin hafi fjölgað fæddum
lömbum um 20-30 eftir 100 gemlinga.
Niðurstöður úr tilraunum með fullorðnar ær eru
breytilegar (5. tafla), en séu þær allar dregnar saman, kemur
fram 8 lamba munur eftir 100 ær, H-flokknum i vil, og er sá
munur tölfræðilega marktækur. Hann stafar fyrst og fremst af
hærra hlutfalli þrilembna i haustklipptu flokkunum og litið
eitt minni geldleika.
Orsakir þessara áhrifa haustrúnings á frjósemi eru