Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 160
-150-
óþekktar. Þess ber þó að geta, að árið eftir að
gimbratilrauninni lauk á Hesti, voru talin egglos i bæði
klipptum og óklipptum gimbrum, sem samstilltar höfðu verið
með progestagen svömpum. Hlutfallslega jafnmargar gimbrar i
báðum hópum reyndust hafa losað egg, sem bendir til að
mismunurinn á fanghlutfalli stafi af því, að fósturdauði sé
meiri í gimbrum í ull. Erlendis hefur verið sýnt fram á, að
hitaálag geti orsakað fósturdauða snemma á meðgöngu (Ryle,
1961; Thwaites, 1967).
5. tafla. Áhrif rúningstíma á frjósemi.
Aldur/staður Haustklippt Vetrarklippt (H/V)
Tala lömb/á Tala lömb/á xlOO
1 vetra:
Hestur 249 0,93 253 0,53 175**
2 vetra:
Hestur 153 1,60 152 1,55 103
Hvanneyri 42 1,76 42 1,50 117
Reykhólar 46 1,50 46 1,65 91
Meðaltal 241 1,61 240 1,56 103
3 vetra og eldri:
Hvanneyri 86 1,95 86 1,70 115
Reykhólar 96 1,73 96 1,61 107
4-6v.Skriðuklaustur 59 1,66 60 1,73 96
Meðaltal 241 1,79 242 1,67 106
Allar fullorðnar ær 482 1.70 483 1.62 105*
*) p < 0,05
**) p < 0,01
f framangreindum tilraunum hefur haustrúningur alltaf
farið fram a.m.k. 3-4 vikum fyrir fengitíð. Ekki liggja
fyrir tilraunaniðurstöður, sem svara því hversu nærri
fengitíð sé óhætt að rýja, eða hvort þar sé yfirleitt einhver
hætta á ferðum. Meðal bænda eru þess þó dæmi, að klippt hafi
verið fáum dögum áður en fengitíð hófst og frjósemi verið
sist lakari en endranær (Þórarinn Þorvaldsson, persónulegar
upplýsingar).