Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 161
-151-
FÆÐINGAKÞUNGI OG VÖXTUR LAMBA
Innlendar og erlendar rannsóknir hafa yfirleitt sýnt
jákvæð áhrif af vetrarrúningi á fæðingarþunga (Rutter, Laird
og Broadbent, 1972; Stefán Aðalsteinsson, 1972, 1980; Black
og Chestnut, 1989) og vöxt lamba (Kneale og Bastiman, 1977;
Stefán Aðalsteinsson, 1980). Jafnframt benda sumar
rannsóknir til minni lambavanhalda hjá vetrarklipptum ám en
ám i ull (Rutter, Laird og Broadbent, 1971; Stefán
Aðalsteinsson, 1972; Maund, 1980). Niðurstöður eru þó ekki
samhljóða, og í nokkrum tilfellum hafa ekki fundist nein
áhrif af rúningi á fæðingarþunga lamba (Kneale og Bastiman,
1977; Russel, Armstrong og White, 1985).
Orsakir áhrifanna á fæðingarþunga eru ekki að fullu
ljósar. Ein skýringin er sú, að hitaálag dragi úr
fósturvexti hjá ullarám (Austin og Young, 1977; MAFF, 1982)
en önnur sú, að aukinn fæðingarþungi hjá klipptum ám stafi af
því að þær éti meira (Russel o.fl., 1985). Black og Chestnut
(1989) fundu sömu klippingaráhrif á fæðingarþunga, hvort
heldur samanburðarhóparnir höfðu frjálsan aðgang að fóðri eða
voru takmarkaðir við sama át. Ályktun þeirra var sú, að
áhrifin væru bein og óháð átmagni. Þá benda nýlegar
niðurstöður frá Skotlandi (Robinson, 1989) til þess, að rúnar
ær nýti betur prótein úr fóðri sinu en órúnar, sem vissulega
gæti örvað fósturvöxt.
f rannsóknum Stefáns Aðalsteinssonar (1972) kom mestur
munur fram á fæðingarþunga hjá tvævetlum, 0,43 kg (10,3%) en
nokkru minni hjá 3 og 4 vetra ám (7,7%). Hjá eldri ám
reyndist vetrarrúningur ekki auka fæðingarþunga lamba. f
heildina skiluðu svo vetrarklipptar ær 4% meiri fallþunga
lamba en hinar.
Haustrúningur gimbra í tilraunum Stefáns jók
fæðingarþungann um 0,96 kg (32%) en vetrarrúningur um 0,52 kg
(18,7%) miðað við gimbrar, sem voru i ull allan veturinn.
Meðgöngutimi lengdist um 1,4 daga við haustrúning gimbra en
um 1 dag við vetrarrúning á gimbrum og ám.