Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 162
-152-
6. tafla. Áhrif rúningstíma á fœðingarþunga lamba.
Aldur/Staður Haustklippt Vetrarklippt (H/V)
Tala kq Tala kq xlOO
1 vetra (einl):
Hestur 174 3,24 110 2,92 111***
2 vetra (tvíl):
Hestur 192 3,40 184 3,15 108
Hvanneyri 60 3,35 43 3,10 108
Reykhólar 54 3,65 61 3,23 113
Meðaltal 306 3,43 288 3,16 109***
3 vetra og eldri (tvíl):
Hvanneyri 134 3,97 114 3,79 105
Reykhólar 139 3,88 130 3,80 102
Skriðuklaustur 64 3,95 88 3,76 105
Meðaltal 337 3,93 332 3,79 104***
***) p < 0,001
f 6. töflu eru sýnd áhrif rúningstíma á fæðingarþunga
lamba i tilraunum síðasta áratugar, þar sem haustrúningur
hefur verið borinn saman við vetrarrúning. Haustrúningur
reyndist 1 öllum tilfellum auka fæðingarþunga, mest hjá
gemlingum, 0,32 kg (11%) og tvævetlum, 0,27 kg (9%) en minna
hjá eldri ám (4%). Hjá ánum er eingöngu um tvílembinga að
ræða, en munur á einlembingum var hlutfallslega minni og ekki
marktækur.
Niðurstöðurnar um tvævetlur á Hesti eru dregnar saman úr
þremur tilraunum með breytilegu sniði. Ein þeirra var
áðurnefnd tilraun veturinn 1987-'88 (Tryggvi Eiríksson, óbirt
gögn), þar sem ærnar voru ýmist haust- (H), vetrar- (V) eða
sumarklipptar (S) og fengu annað hvort 0,5 eða 0,9 FE/dag í 9
vikur á miðri meðgöngu. Þar kolnu fram áhrif bæði af
rúningstíma og fóðrun (7. tafla).