Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 163
-153-
7 . taf la. Áhrif rúningstíma og fóðrunar á miðri meðgöngu á
fæðingarþunga tvílembinga undan tvævetlum (kg).
Fóðrun á 6.-14. Klippingartimi H/V S/V
viku meðaönau H V S xlOO xlOO
0,5 FE/dag 3,55 3,46 2,99 104 79
0.9 FE/daa 3.44 3.27 2.32
(0.5FE/0.9FE) xlOO 103 106 129
í þessari tilraun voru rúningsáhrifin fyrst og fremst
þau, að S-aernar fæddu 0,71 kg (21%) léttari lömb en V-ærnar,
en munur á H- og V-ám var aðeins 4% og ekki marktækur. Áhrif
hins mikla eldis (0,9 FE/dag) á miðri meðgöngu voru neikvæð,
en fyrst og fremst á ullarærnar. Hjá þeim nam munurinn 0,67
kg. Ötkoman var sú, að kappöldu ullarærnar áttu mjög smá
lömb, 1 mörgum tilfellum hrein afstyrmi, sem kostaði mikla
vinnu og natni að halda llfi i, enda voru vanhöld mest i
þessum flokki. Svona eldi á feitum ungum ám um miðjan vetur
er að öllu leyti óskynsamlegt og beinlínis til tjóns, ef
ærnar eru í ull.
8. tafla. Áhrif rúningstíma á fallþunga lamba.
Aldur/Staður Haustklippt Tala ka Vetrarklippt Tala ka (H/V) xlOO
1 vetra (einl):
Hestur (2 ár) 110 15,4 59 14,7 105*
2 vetra (tvíl):
Hestur 158 14,1 155 14,1 100
Hvanneyri 50 14,3 42 13,5 106V* 103'
Reykhólar * 52 15,6 52 15,2
Meðaltal 260 14,4 249 14,2 101
3 vetra og eldri (tvfl):
Hvanneyri 116 15,3 96 15,2 101
Reykhólar 116 16,8 122 16,5 102
Skriðuklaustur 56 14,3 77 13,8 104
Meðaltal 288 15,7 295 15,4 102 +
*) p < 0,05
+) p < 0,10