Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 164
Áhrif klippingartíma á fallþunga lamba eru dregin saman
i 8. töflu. Haustrúnu gimbrarnar á Hesti skiluðu að jafnaði
lömbum, sem lögðu sig með 0,7 kg þyngra falli (5%) en lömb
vetrarklipptu gimbranna. Ótkoman eftir tvævetlurnar á Hesti
var hins vegar breytileg milli ára. Munurinn var marktækur i
tilrauninni 1987-'88 og var hann i samræmi við fæðingarþunga
lambanna það ár. Séu hins vegar öll árin tekin saman, hefur
haustrúningur ekki haft áhrif á fallþunga lamba undan
tvævetlum á Hesti.
Á Hvanneyri og Reykhólum skiluðu haustklipptu
tvævetlurnar að meðaltali 0,6 kg (4%) þyngri
tvílembingsföllum en þær vetrarklipptu, og er munurinn
marktækur, þegar bæði bú eru tekin saman. Hjá eldri ánum var
tilhneiging i sömu átt, munurinn 0,3 kg á tvilembingsföllum
og jaðraði við tölfræðilega raunhæfni.
Skýringar á þessum fallþungaáhrifum er helst að leita í
þeim mun, sem fram kom á fæðingarþunga.
ÁLYKTANIR
Niðurstöður þeirra rannsókna á rúningstima, sem hér hafa
verið raktar, má i stuttu máli draga saman á eftirfarandi
hátt:
1. Haustrúningur stórbætir ullargæði og flokkun, enda ullin
ómenguð af mori og hlandbruna, sem eru alvarlegustu
húsvistarskemmdirnar. Klippingartimi virðist hins vegar
ekki hafa áhrif á ullarmagn eftir kind.
2. Rúningur að hausti eða vetri eykur fóðurþarfir fjárins
og jafnframt átlyst þess. Þar sem haustrúið er, verður
að ætla 5-10% meira heyfóður í ásetningsgimbrar og 10-
16% meira í eldri ær, heldur en þegar rúið er á
útmánuðum. Þessi munur er þó háður veðráttu og
húsagerð.
3. Samkvæmt niðurstöðum á Hesti má reikna með, að 20-30
lömbum fleira fæðist eftir hverja 100 gemlinga, hafi
þeir verið haustrúnir. Reynsla fjölmargra bænda hnígur
i sömu átt. Ennfremur virðist haustrúningur auka
frjósemi fullorðinna áa, og má reikna með allt að 5%
fjölgun lamba séu ærnar haustklipptar.