Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 174
-164-
Við uppgjör á matsnótum eru magntölur margfaldaðar með viðeigandi hreinleika-
stuðli áður en verð er reiknað út. í reglugerð er reiknað með, að hæsti hreinleika-
stuðull sé 1,11, þ.e. þurr og hrein vetrarull. Ákveðið hefur verið, að þurr og hrein
haustull fái stuðulinn 1,22, enda hefur verið sýnt fram á að nýting hennar er betri
en besta nýting á vetrarrúinni ull. (Kristinn Arnþórsson, 1990; Sigurgeir Þorgeirsson
o.fl., 1990).
1. tafla. Hreinleikastuðlcir og áætluð þvottarýrnun á ull.
Lýsing á ull Stuðull Rýrnun, %
Þurr og hrein haustull 1,22 17
Þurr og hrein vetrarull 1,11 25
Mcðalhrein vetrarull 1,00 32
Óhrcin vetrarull 0,89 39
Sand- og klepraull 0,71 52
ÚTKOMA ÚR ULLARMATI
Á tímabilinu 1977 til 1984, minnkaði ull í Úrvalsflokki hlutfallslega um 1 prósentu-
stig á ári að jafnaði, en ull í I. flokki jókst nokkuð (Stefán Aðalsteinsson, 1986). Að
öðru leyti voru breytingar óverulegar á hlutföllum milli flokka. f 2. töflu er sýnd
meðalútkoma úr mati á þessu tímabili, ásamt heildarniðurstöðum úr mati undanfarin
3 ár.
2. tafla. Hlutfallsleg skipting (%) ullar á flokka árin 1977-1984 og frá 1987.
Flokkur 1977-1984 1987 1988 19891)
Úrval 12,1 9,2 7,0 7,3
I. fl. 46,6 49,2 44,0 45,6
II. fl. 12,5 11,4 10,9 8,3
III. fl. greið ull 14,0 12,6 13,7 16,0
III. fl. flókar - 8,2 15,8 15,7
III. fl. alls 14,0 20,8 29,5 31,7
S 5,2 3,0 2,3 2,2
G 6,0 3,4 2,9 2,6
M 3,6 2,9 2,7 2,3
1) Innlögð ull til mánaðamóta nóv.-des.
Aberandi er hversu ull í úrvalsflokki hefur minnkað og ull í III. flokki hefur aukist.
Frá 1987 hefur hlutfall Úrvals og I. flokks lítið breyzt en veruleg aukning hefur orðið
á flókum. Þetta gefur til kynna, að ull af fé, sem gengur í tveimur reyfum fram á