Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 175
-165-
haust, hefur aukist, enda kemur fram að stór hluti flókanna er lagður inn á haustin
á tímabilinu sept.-nóv. (Guðjón Kristinsson, 1990). Flókar eru ekki skráðir sérstaklega
fyrr en 1987 og voru áður taldir með III. flokki. Hlutfall mislitrar ullar í S, G, M og
II. flokki hefur minnkað, sem er eðlileg afleiðing af lækkandi verði á mislitri ull. Enn
eru þó 15,4% af ullinni í mislitum flokkum og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af
of mikilli fækkun mislits fjár.
Því hefur verið haldið fram að ullarmat hafi harðnað frá því að byrjað var að meta
ull eftir gildandi reglum. Matsreglum hefur ekki verið breytt en hins vegar má búast
við því að þáttaka matsmanna f námskeiðum hafi í sumum tilfellum "rétt af' matið
hjá mönnum, sem ekki höfðu farið nægilega vel eftir settum reglum. Sérstaklega á
seiima námskeiðinu kom greinilega fram, að Úrvalsullin stóðst ekki þær kröfur, sem
gerðar eru til hennar í matsreglum varðandi hvítan lit og var lögð áhersla á að þetta
yrði bætt.
Á árinu 1988 komu til mats u.þ.b. 40 tonn af haustull og var flokkun á henni
gjörólík meðalflokkun á ullinni í heild. Yfir 40% af þeirri ull fóru í Úrvalsflokk og
um 40% í I. flokk og má af því ráða að aukin haustklipping kemur til með breyta
verulega hlutföllum milli flokka og auka hlutfall í Úrval og I. flokk. Vegna þess hve
magnið er lítið, hefur haustullin hins vegar hverfandi áhrif á heildarniðurstöður úr
matinu á árinu. í tölum frá 1989 er einnig mjög lítið af haustull vegna þess að hún
kom til mats í desember og var ekki komin inn í heildaruppgjör þegar þetta er ritað.
VERÐLAGNING OG NIÐURGREIÐSLUR
Verð á ull er, sem kunnugt er, ákveðið í verðlagsgrundvelli sauðfjárbúa. í
grundvellinum er gengið út frá ákveðinni meðaltalsskiptingu ullarmagns á flokka, sem
miðast við heildarútkomu úr mati yfir landið. Þessi skipting var óbreytt frá 1979 til
1988 en var þá endurskoðuð miðað við þróun niðurstaðna úr ullarmatinu undangengin
ár. Verðhlutföllum milli flokka var sömuleiðis breytt í verðlagsgrundvelli frá 1. sept.
1988, en þau höfðu lítið breyzt frá 1980, nema hvað mislit ull hafði lækkað nokkuð
í verði.
Eins og sjá má í 2. töflu, hafa orðið umtalsverðar breytingar bæði á magn- og
verðhlutföllum frá 1987. Flókar eru nú verðlagðir sérstaklega og afgangurinn af III.
flokki hefur hækkað verulega en öll mislit ull hefur lækkað stórlega. Einnig hefur
munur á Úrvali og I. flokki minnkað. í 2. töflu eru verðhlutföll reiknuð miðað við
sama meðalhreinleika á öllum flokkum og hlutföllin breytast töluvert ef tekið er tillit
til mismunar á stuðlum milli flokka.