Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 176
-166-
3. tafla. Hlutfallsleg skipting ullarmagns á flokka og verðhlutföll í verðlagsgrundvelli 1987 og 1989.
Flokkur 1987 Magn, % Verð 1989 Magn, % Verð
Úrval 15,8 124 6,2 113
I. fl. 45,0 100 46,2 100
II. fl. 11,3 53 11,6 18
III. fl. greið ull 12,6 22 14,8 44
III. fl. flókar - - 12,8 2
S 5,0 80 2,5 16
G 6,8 80 3,0 23
M 3,5 100 2,8 23
Rökin fyrir þessum breytingum voru breytt hlutföll í útkomu úr matinu (sjá 2.
töflu) og verð sem fékkst fyrir íslenzka ull á heimsmarkaði, en verð á mislitri ull er
afar lágt á erlendum ullarmörkuðum um þessar mundir. Hlutfallsleg lækkun á Úrvali,
miðað við I. flokk, er rökstudd með því, að gæðamunur milli þessara flokka sé ekki
nægilegur til að réttlæta verulegan verðmun frá sjónarmiði kaupenda, þ.e.a.s að ekki
hefur tekist að ná eingöngu gallalausri ull í Úrvalsflokk.
Ullarverð hefur verið niðurgreitt úr ríkissjóði frá 1976. Fram til 1. mars 1987 var
greidd ákveðin upphæð á kg af innveginni ull óháð mati. Verð á lakari flokkum til
bænda var yfirleitt lægra en niðurgreiðslur og því var hagkvæmast fyrir ullarkaupendur
að kaupa sem mest af III. flokks ull. Þessu fyrirkomulagi var breytt 1. mars 1987 og
að farið greiða ullina niður með mismunandi upphæðum á kg í hverjum gæðaflokki.
Hlutföllum á niðurgreiðslum milli flokka hefur verið breytt tvisvar síðan, síðast 1.
september 1988 og eru hlutföllin nú svipuð og verðhlutföllin í verðlagsgrundvelli, þó
heldur hærri á Úrvalsull og lægri á lakari flokkana. Greiðslurnar nema að jafnaði
60 - 80% af skráðu grundvallarverði hvers flokks og eru hlutfallslega hæstar á Úrvali
og I. flokki. Flókar eru ekki niðurgreiddir. Niðurgreiðslur eiga að geta nýzt betur
en nú er sem hvati til aukinna ullargæða t. d. með því að fjarlægja allar
niðurgreiðslur á III. flokk og nota þær til að hækka verð á Úrvalsull.
Hugmyndir hafa komið fram um að selja mislita ull eftir öðrum leiðum en nú er
gert, t.d. beint til hannyrðafólks erlendis, sem hefur áhuga að nota ull í sauðalitum.
Þannig mætti e.t.v. fá hærra verð fyrir sauðaliti en nú fæst. Mjög lítil reynsla er enn
af slíkum tilraunum, en þó hefur komið fram að ull til þessara nota þarf að vera
ákaflega vel með farin og hrein og kemur tæpast til greina að selja annað en
haustklippta ull á þennan hátt.