Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 177
-167-
REYNSLA AF ULLARMATSKERFI
í reglugerð um ullarmat er gert ráð fyrir svonefndu móttökumati, sem felst í því að
fara yfir flokkun á ull, sem kemur flokkuð frá bændum til kaupenda. Gert er ráð
fyrir að ull, sem berst til kaupanda óflokkuð, sé metin í ullarþvottastöð. Þetta
fyrirkomulag hefur aldrei komist á og enginn eðlismunur er á mati hjá umboðs-
mönnum og í ullarþvottastöð. Hlutverk matsmanna hefur því oft verið erfitt, þar
sem flestir þeirra vinna einir við misjafnar aðstæður og hafa ekki tækifæri til að bera
sig reglulega saman við aðra matsmenn.
Töluvert hefur verið um gagnrýni á ullarmatið af hálfu bænda og hefur hún oftast
beinst að misræmi í mati milli staða og milli ára á ull frá sama búi. í mörgum
tilfellum stafar óánægja bænda af misskilningi, þar sem menn hafa ekki gert sér
nægilega góða grein fyrir kostum og löstum eigin framleiðslu. Bezta ráðið gegn slíku
eru nánari samskipti bænda og matsmanna, þannig að bændur hafi tækifæri til að
fylgjast með mati á eigin ull og einnig þurfa matsmenn að vera duglegri við að skýra
matsniðurstöður með athugasemdum á matsnótum.
í öðrum tilfellum hefur gagnrýni um misræmi í mati verið á rökum reist og geta
ástæður þess verið misjafnar aðstæður við matið, sérstaklega þar sem metið er heima
á bæjum eða ófullnægjandi þjálfun matsmanna. Rétt er einnig að hafa í huga, að
ullarmat er mat en ekki mæling og því er vonlaust að samræmi sé alltaf fullkomið.
Það hefur verið stefna ullarmatsformanns að rétt sé að dreifa ullarmatinu um landið
fremur en að safna allri ull til mats á einn stað, t.d. í ullarþvottastöðina í Hveragerði.
Þegar ullin er metin heima í héraði hafa menn betri möguleika á því að fylgjast með
matinu og sjá með eigin augum hvernig ullin er metin. Þessi stefna hefur hins vegar
þær afleiðingar, að meiri hætta er á misræmi í mati en ef öll ull væri metin á einum
stað við sömu aðstæður og af sömu mönnum. Með bættri vinnuaðstöðu, þar sem þess
er þörf, og reglulegri þjálfun matsmanna á ullarmat í matsstöðvum úti á landi að skila
góðum árangri. Hins vegar hefur reynslan sýnt að sveiflur í mati eru langstærstar þar
sem ull er metin heima á bæjum og því ástæða til að því verði hætt.
Reglur um ullarmat taka í raun ekki yfir haustull, sem hér er til umræðu, og
snoð, sem hreinsað er af haustrúnu fé um vetur eða að vori. Haustullin hefur verið
metin eftir sömu reglum og vetrarull, að öðru leyti en því, að hún hefur fengið hærri
hreinleikastuðul, eins og getið var um hér að framan. Sérstakar bráðabirgðareglur
hafa verið settar um mat á snoði, með skilyrðum um lágmarksháralengd í hverjum
flokki, en almennar matsreglur gilda að öðru leyti. Lengd á snoði, sem fer í
Úrvalsflokk þarf að ná 6 sm og 4,5 sm á snoði sem fer í I. flokk en styttri ull fer í