Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 180
-170-
Tillögur að reglum um ullannat
H flokkar. Hvít ull.
HI: Hvít úrvalsull, gallalaus og óskemmd. í þennan flokk fer góð óskemmd
haustull og vetrarull, fremur togfín og þelmikil, illhærulaus. Snoð, sem nær
6 sm lengd og er tækt í HI að öðru leyti.
HII: Óskemmd hvít ull, sem ekki er tæk í HI, t.d. lítið blökk eða lítið þófin
vetrarull og sumarull. Ull með minni háttar göllum, s.s. grófu togi eða litlu
þeli og ull með litlu magni af gulum illhærum. Snoð sem er 4,5 - 6 sm á
lengd.
HIII: Skemmd ull, t.d. vegna húsvistar (mor og hlandbruni), mýrarrauða og fl..
Þófin ull, kviðull og læraull, sem ekki er tæk í HII. Stutt snoð og ull með
áberandi tvíklippingu.
HIV: Harðir flókar.
M flokkar. Mislit ull.
MIS: Svört ull með jafnan og hreinan lit, óskemmd, læra- og kviðull tekin frá.
Snoð lengra en 4,5 sm.
MIG: Grá ull með steingráan litblæ, ekki grámórauð eða með brúnum litblæ,
óskemmd. Læra- og kviðull tekin frá. Snoð lengra en 4,5 sm.
MIM: Mórauð ull, eins og MIS.
MII: Blandaðir litir af tvílitu fé og önnur mislit ull, sem ekki er tæk í MI. Ull af
mjög gulu fé ásamt gulri hnakka- og skæklaull. Hvít ull, sem er menguð af
dökkum hárum eða blettum. Snoð lengra en 4,5 sm.
MIII: Mislit ull, eins og HIII.
MIV: Mislitir flókar.
Mat á rýmun - nýtingarhlutfall
1. Hrein og óskemmd haustull, sandlaus og þurr, nýting u.þ.b. 80%.
2. Hrein og þurr vetrarufl og snoð, ekki mjög feit, lítið óhrein haustull. Nýting u.þ.b.
75%.
3. Meðalhrein vetrarull og snoð, hreinleg sumarull, í meðallagi feit eða fitulítil með
sandskellum. Nýting u.þ.b. 70%.
4. Meðalhrein sumarull, óhrein vetrarull og rök ull. Ull með töluverðum sandi.
Nýting u.þ.b. 60%.
5. Tvíreyfi og flókar ásamt klepraull og sandull, blaut ull. Nýting u.þ.b. 50%.