Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 183
-173-
Ef litur íslensku ullarinnar lagast er hægt að minnka þennan
innflutning verulega, og tel ég óhætt að fullyrða að hægt
verði að minnka innflutning um 200-300 tonn á ári, miðað við
núverandi framleiðslu. Raunar er hægt að segja að Álafoss
getur notað alla hvíta ull sem fellur i Úrval eða I. flokk.
Einnig getum við notað hvitan III. flokk, ef framleiðsla á
gólfteppabandi kemur til með að aukast. Álafoss hefur aftur á
móti engin not fyrir 200-300 tonn af flókum, sem við fáum I
hendurnar núna, og er það ósk okkar að bændur láti ekki
slíkt frá sér fara.
Árlega falla til u.þ.b. 250 tonn af mislitri ull, þar af eru
hinir svokölluðu hreinu sauðalitir, þ.e.a.s. svart, mórautt
og grátt um 100 tonn. Gráa litinn ætti 1 raun ekki að flokka
sem hreinan lit, þvi hann er I raun ekkert annað en sambland
af hvítum og svörtum hárum, sem auðvelt er að framleiða úr
hvitri og svartri ull.
Sauðalitirnir eru Islenskum heimilisiðnaði mun meira virði en
ullariðnaðinura, þvl okkar viðskiptavinir krefjast stöðugleika
I litum, þ.e.a.s. ekki má vera litamunur milli sendinga I
sama litanúmeri. Einnig krefjast þeir ákveðinnar litafestu,
þ.e.a.s. varan má ekki upplitast. Raunar er það eitt af
skilyrðum Alþjóða ullarráðsins fyrir notkun hins þekkta
ullarmerkis, að ákveðin litafesta sé til staðar.
Þetta gerir okkur mjög erfitt um vik að nota Islenska
sauðaliti án þess að styrkja þá með litaðri ull. Við höfum, I
gegnum tlðina, oft lent I skaðabótamálum vegna ofnotkunar á
sauðalitum. Við kjósum því að nota hvíta ull, lita hana
svarta eða brúna og blanda hana slðan með mismiklu magni af
hvítu til að ná fram mismiklu magni af hvltu til að ná fram
mismunandi náttúrulitum. Þetta má þó ekki misskiljast á þann
veg að við viljum útrýma mislitu fé, þvl við gerum okkur vel
grein fyrir mikilvægi sauðalita fyrir íslenskan
heimilisiðnað. Heimilisiðnaðurinn er góð auglýsing fyrir
Islenska ull og við eigum okkur sameiginlegt áhugamál, þ.e.
að bæta gæði islenskrar ullar. Skjótasta leiðin til að ná