Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 223
-213-
Erfitt er að tilgreina nákvæmlega hve mörg sýni þarf að nota við stöðlun það fer
að verulegu leyti eftir því hve mikill breytileiki er í efniviðnum.
Mjög mikilvægt er að meðhöndlun sýnanna sé rétt, og þá er fyrsta boðorð að sýni
sem á að mæla séu unnin á sama hátt og þau sýni sem voru notuð sem grunnur í
líkingunni. Bæði á þetta við um þurrkun og mölun. Venjulega er mælt með .rasp"
kvörn (cyclone) til mölunar og sýnin séu þurrkuð við u.þ.b. 60° (70° hámark). Að
lokum skal skýrt tekið fram að viðurkenndar og öruggar lífrænar og/eða
efnafræðilegar mælingar eru grundvöllur fyrir notkun á NIR mælitækni, án slíkra
mælinga er þessi tækni ekki nothæf.
HVAÐ ER HÆGT AÐ MÆLA?
Frumefni í plöntum s.s. kolefni, súrefni, vetni og köfnunarefni í stórum sameindum
(CH-NH-OH- o.fl. hópar) gefa einna besta svörun á innrauða bylgjusviðinu (Barnes,
1980).
í einni af fyrstu rannsóknunum (Norris o.fl, 1976) fékkst góð fylgni með NIR-
mælingu við hráprótein r2 0,98 með skekkju 0,74, og meltanleiki með r2 0,90 og
skekkju 2,50. Einnig var tréni (ADF og NDF) mælt með viðunandi nákvæmni. Gögn
(sömu sýni) sem byggðust á in vivo tilraunum með sauðfé gáfu lakari niðurstöður fyrir
meltanleika og átgetu.
Mikilvægt er að við stöðlun séu teknir með sem flestir þættir, þannig að sá
breytileiki sem vænst er í væntanlegum mælingum sé einnig tekinn inn í stöðlunina
(calibrering).
Samt getur verið nauðsynlegt að hjafa óháða stöðlun fyrir efnivið sem er mjög
ólíkur t.d. grænfóður (kál) eða gras. Einnig má nefna frostþurrkun eða ofnþurrkun
á votheyssýnum.
Mjög athyglisverðar niðurstöður fengust úr bandarískri rannsókn þar sem margir
breytilegir þættir voru teknir með í sömu stöðlunina (Shenk, 1986). Þessir þættir voru
fimm plöntutegundir, alfaalfa, rauðsmári og grös, sýni frá tveimur árum, þrír slættir,
þrjú hitastig við þurrkun, og frostþurrkun, og að lokum þurrkun á velli í einn til þrjá
daga.