Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 248
-238-
mjólkurkirtil er hins vegar ekki háð insúlíni svo lækkun á því háir ekki myndun
mjólkurefnanna. Samhliða þessu verða breytingar á stærð og virkni meltingarfæra,
lifrar og mjólkurkirtils og blóðflæði til þessara vefja eykst, en allt þetta stuðlar að því
að beina næringarefnum til mjólkurmyndunar (Vernan, 1988).
Við upphaf mjaltaskeiðs meðan átgeta er takmarkandi má hugsa sér að framboð
á hráefnum til mjólkurmyndunar sé sá þáttur sem mest takmarkar mjólkurmyndun.
Þegar líður á mjaltaskeiðið breytist þetta, átgeta og framboð á næringarefnum eykst,
en þeim er nú í vaxandi mæli beint til uppbyggingar í öðrum vefjum en mjólkurkirtli,
vegna breytinga á hormónastarfsemi. Þessari stýringu má breyta t.d. með notkun á
vaxtarhormóni, sem viðheldur því ástandi lengur ixm á mjaltaskeiðið að beina
næringarefnum frekar til mjólkurmyndunar en fitusöfnunar (Chalupa & Galligan,
1989).
MJÓLKURMYNDUN
Það er nokkuð vel vitað hvernig þeir framleiðsluferlar sem mynda mjólkurefnin eru
og hvaða hráefni þurfa að vera til staðar, en minna er vitað um stjómun á einstökum
ferlum.
Helstu hráefni (næringarefni, byggingarefni) sem berast með blóðinu og notuð eru
við mjólkurmyndunina em glúkósi (blóðsykur), amínósýmr, edikssýra, BOH-smjörsýra
og langar fitusýmr (>C16).
.011" efni sem finnast í mjólkinni eiga það sameiginlegt að upprana sinn hljóta
þau að rekja til fóðurs (efna) sem gripurinn hefur innbyrt, nema þau berist í mjólkina
upp um spenaopið. Eins og mjög margar h'frænar afurðir (kjöt, ávextir, gras) er
mjólkin að langstærstum hluta vatn. Steinefni, vatn, vítamín og sum prótein
(immunoglobulin, albumin) berast óbreytt úr blóðinu í mjólkina en fitan, mest af
próteininu og mjólkursykurinn em mynduð í mjólkurkirtlinum.
Ógrynni af öðmm efnum má finna í mjög litlum mæli í mjólkinni svo sem ýmis
snefilefni, fituefni, sýmr, hormón (t.d vaxtarhormón) og einnig leifar af
mjólkurmyndunarfrumum sem berast í mjólkina úr mjólkurkirtlinum og hvít blóðkorn
úr blóðinu.
Til að flytja næringarefnin til júgursins þarf óhemjumikið blóðmagn og reiknað er
með að það þurfi 400-1000 1 af blóði fyrir hvert kg af mjólk sem myndað er (Collier,
1985). Ef miðað er við hlutfallið 500:1 og 30 kg dagsnyt þá þurfa um 15000 1 af blóði
að streyma gegnum mjólkurkirtilinn á sólarhring eða um 10 1 á mínútu.