Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 249
-239-
Tafla 1. Efnainnihald mjólkur og afurðir mjólkurefna við mismunandi nyt.
Efnainnihald % 10 Mjólk kg/d 20 Efnainnihald g/d 30
Fita 4,0 400 800 1200
Prótein 3,4 340 680 1020
Mjólkursykur 4,7 470 940 1410
Steinefni 0,9 90 180 270
Þurrefni alls 13,0 1300 2600 3900
Stjómun á þeim ferlum sem mynda mjólkurefnin er ekki þekkt til hlítar en
almennt gilda þar sömu lögmál og í öðmm .verksmiðjum". Það þarf að tryggja að
nauðsynleg hráefni (glúkósi, edikssýra, BOH-smjörsýra, amínósýmr, fitusýmr, súrefni)
og stýriefni (hormón, hvatar o.fl.) séu til staðar og síðan þarf að losna við
framleiðsluna (mjólkina) og úrgangsefnin (C02 o.fl.). Mikið framboð hráefna virkar
hvetjandi á þessa ferla en uppsöfnun framleiðslunnar (mjólkurinnar) veldur auknum
þrýstingi sem hugsanlega, ásamt efnum í mjólkinni, virka letjandi á frekari framleiðslu
(Heald, 1985). Ekki er talið að þessir ferlar séu lífefnafraeðilega háðir hver öðmm
en flutningar á vatni, próteini og sykri í mjólkina em þó mun tengdari hver öðmm,
heldur en fitumynduninni.
Til framleiðslu á mjólkurfitu, próteini og sykri þarf orku á formi ATP og helstu
orkugjafar í mjólkurkirtlinum em edikssýra, sumar amínósýmr og fitusýmr og jafnvel
glúkósi (P.C. Thomas, 1984).
Mjólkursykurinn (laktósi) er tvísykra mynduð úr glúkósa og galaktósa, en hann er
myndaður úr glúkósa í mjólkurkirtlinum.
Háprótein í mjólk (N x 6,38) er að mestu leyti hreinprótein (95%), en afgangurinn
aðallega þvagefni. Af hreinpróteininu er kasein (ostaprótein) um 80% en afgangurinn
svonefnd mysuprótein (globulin, albumin) (P.C. Thomas, 1984).
Mjólkurfitan er að stærstum hluta (97-98%) þríglyseríð, en afgangurinn er aðallega
ýmsir fosfórlípiðar. Talið er að um helmingur af fitusýmm í mjólkinni komi úr
blóðfitunni og er þar um að ræða lengri keðjurnar (>C18). Palmitínsýra (C16) kemur
að hluta tilbúin úr blóðinu en styttri keðjurnar eru hins vegar samsettar í júgrinu úr
edikssým og BOH-smjörsým (Larson, 1985).