Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 251
-241-
Það er þó athyglisvert, að ef kasein (ostaprótein) er gefið beint inn í vinstur þá
eykur það nánast undantekningalaust afurðir af mjólkurpróteini, að hluta vegna
aukningar á mjólkurmagni en að hluta vegna hækkunar á hlutfalli próteins í mjólkinni.
Þessi áhrif eru og sérstaklega sláandi ef kýrnar eru undirfóðraðar í orku (P.C.
Thomas, 1984).
Þekkt er að þvagefnið (urea) í mjólkinni breytist með breyttu þvagefni í blóði og
því getur fóðrun á mjög auðleystu próteini (votheyi) valdið hækkun á hrápróteini í
mjólkinni, þó enginn breyting sé á hreinpróteini (Thomas & Martin, 1988; Hermansen
& Pedersen, 1987).
Hið tiltölulega litla samhengi milli próteins í fóðri og próteins í mjólk getur haft
sínar eðlilegu skýringar. í fyrsta lagi er ekki beint samband milli próteins í fóðri og
amínósýra í blóðinu. Þar hafa bæði orka í fóðrinu og leysanleiki próteinsins í
vömbinni einnig mikið að segja. í tilraunum þar sem könnuð eru áhrif próteins í fóðri
á prótein í mjólk er í fæstum tilfellum metið, hvað þá mælt, hve miklu af nýtanlegum
amínósýrum fóðrið skilar. í öðru lagi ef fóðrið skilar amínósýrum í blóðið umfram
þarfir, þá nýtast þær bæði sem orkugjafar og til nýmyndunar glúkósa, en ekki bara
til próteinmyndunar.
Fita í fóðri virðist í mörgum tilfellum, þó ekki öllum, valda lækkun á prótein %
í mjólkinni. Þetta er þó háð bæði magni og gerð fitunnar í fóðrinu og menn eru ekki
á eitt sáttir hvort þarna er um að ræða bein áhrif fitusýra á próteinmyndun í
mjólkurkirtlinum (Palmquist, 1984), eða hvort eingöngu er um að ræða þynningaráhrif
vegna aukins mjólkurmagns (Thomas & Martin, 1988).
Spörndly (1989) notaði gögn úr yfir 50 sænskum fóðrunartilraunum með mjólkurkýr
til að athuga samband fóðrunar og próteins í mjólk. Hún fann neikvætt samhengi milli
fitu í fóðri (eter extrakt) og hlutfalls próteins í mjólk, en jákvætt við próteinafurðir
(g/d). Áhrifin á prótein % í mjólkinni voru óháð orku í fóðrinu, sem styrkir þá
skoðun að þetta séu einhver „sérstök" fituáhrif.
Hluti af skýringu á þessum áhrifum fitunnar gæti verið að þar sem fitan skilar
ekki auknu örverupróteini í mjógirnið minnkar raunveruleg próteinfóðrun venjulega
við fitufóðrun, nema magn og/eða torleysni próteins í fóðrinu sé aukið samhliða.
Mjólkurfita
Fitan er sá hluti mjólkurefnanna sem auðveldast má hafa áhrif á með fóðrun.
Almennt gildir, öfugt við mjólkurprótein, að neikvætt samhengi er milli orkufóðrunar
og fitu % og sjálfsagt eru best þekkt áhrif af aukinni kjarnfóðurgjöf til lækkunar á