Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 252
-242-
fituhlutfalli í mjólk. Þessi áhrif virðast vera tvenns konar. í fyrsta lagi eykur
kjarnfóðrið hlutfall própionsýru í vömbinni á kostnaö ediks og smjörsýru og þar með
minnkar framboð á ..fitugefandi" sýrum í blóðinu. í öðru lagi þá veldur hátt hlutfall
própionsýru því að insúlín hækkar og þar með er næringarefnum frekar beint til
uppbyggingar á fitu í fituvef heldur en mjólkurkirtli (Sutton & Morant, 1989).
Bæði gerð kjarnfóðursins og hve oft það er gefið getur haft áhrif á hversu mikil
lækkun verður í fitu %. Bygg meltist hraðar en t.d. maís og veldur því hærra hlutfalli
própionsýru og þar með hærra insúlíni og því fylgir yfirleitt meiri lækkun á fitu %.
Hins vegar virðist fóður sem inniheldur ýmsar sykrur en ekki sterkju t.d. melassi,
mysa og rófur viðhalda fitu % betur, en undantekning virðist þó hreinn súkrósi
(strásykur) (Sutton & Morant, 1989).
Við mikla kjarnfóðurgjöf er til bóta að gefa það oftar og minna í einu sennilega
vegna minni insúlínáhrifa (Sutton, 1984).
Rétt er að taka fram að þessi áhrif kjarnfóðurs til lækkunar á fitu % koma ekki
verulega fram nema kjarnfóður sé orðið 55-60% af þurrefni fóðursins (P.C. Thomas
& Martin, 1988). Til að ná slíku hlutfalli þyrfti íslensk meðalkusa sjálfsagt að éta 9-
10 kg af kjarnfóðri, nema át á gróffóðri væri þeim mun minna, en slfk fóðrun er ekki
algeng hérlendis.
Það er þó ekki eingöngu hlutfall gróffóðurs í heildarfóðri sem skiftir máli, heldur
einnig ..grófleiki" þess (stubblengd, strágerð). Þannig getur mjög fínt saxað vothey (<1
cm), fínt malað þurrhey og mjög góð beit lækkað fitu %, en oftar en ekki eykur slíkt
fóður þó einnig bæði át og afurðir. Ekki virðist samanburður á votheyi og þurrheyi
sýna neinn afgerandi mun á áhrifum þessara fóðurgerða á efnainnihald mjólkur, þó
til séu niðurstöður sem sýna jákvæð áhrif votheys (C. Thomas, 1984).
Áhugi á að blanda fitu í fóður mjólkurkúa hefur aukist mjög hin síðari ár vegna
þess að fita er ódýr orkugjafi og með henni má auðveldlega auka orkustyrk og þar
með orkuát kúnna. Jafnframt opnar fituíblöndun möguleika á að hafa bein áhrif á
fitusýrusamsetningu mjólkurfitunnar og þar með áhríf á vinnslueiginleika og jafnvel
hollustu. Þetta er þó bundið því að hægt sé að koma fitunni óbreyttri í gegnum
vömbina.
Yfirleitt aukast afurðir mjólkur þegar fitu er blandað í fóðrið og er þetta oftast
vegna meiri orkufóðrunar, en einnig vegna betri orkunýtingar. „Ódýrara" er að taka
tilbúnar fitusýrur úr blóðinu og setja í mjólkurfitu miðað við að byggja þær upp frá
grunni í mjólkurkirtlinum (Palmquist, 1984; Östergaard et al., 1981).
Hins vegar er mun erfiðara að spá fyrir um áhrif fitunnar á fitu % í mjólkinni og