Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 253
-243-
er þar um samspil að ræða milli áhrifa fitunnar í vömbinni og í mjólkurkirtlinum.
Aukinn fita í fóðri eykur framboð á löngum fitusýrum í blóði og þar með getur aukist
myndun á þeim hluta mjólkurfitunnar. Á hinn bóginn eykur fita í fóðri hlutfall
própionsýru í vömbinni, en minnkar ediks- og smjörsýru og minnkar þannig framboð
og jafnvel upptöku á .fitugefandi" sýrum inn í mjólkurkirtilinn og getur þannig
minnkað myndun á þeim hluta mjólkurfitunnar. Magn af fitu í fóðrinu og fitugerðin
(lengd fitusýra, mettun) hafa afgerandi áhrif á hver endanleg áhrif verða á fitu %,
en stuttar eða ómettaðar fitusýrur virðast helst valda lækkun á fitu í mjólk (Sutton,
1989).
LOKAORÐ
1. Ljóst er að fóður og fóðrun hefur mikil áhrif á efnainnihald mjólkur. Oft eru
áhrifin þó önnur en reiknað var með og oft er það vegna þess að þær einingar, sem
notaðar eru til að lýsa næringarefnum í fóðrinu (hráprótein, FE, fita, tréni), tengjast
ekki nægilega vel afurðum meltingarinnar (rokgjarnar sýrur, glúkósi, amínósýrur,
fitusýrur), þ.e.a.s. þeim efnum sem raunverulega hafa áhrif á mjólkurmyndunina.
2. Fóður og fóðrun, öfugt'við kynbætur, geta haft mjög skjótvirk áhrif á efnainnihald
mjólkur og þar með aðlagað framleiðsluna kröfum markaðarins, ef þær eru ljósar.
3. Fitan, bæði magn og samsetning, er sá hluti mjólkurinnar sem auðveldast er að
hafa áhrif á með fóðrun. Breytingar á hlutfalli próteins eru yfirleitt óverulegar og
frekar virðist mega breyta samsetningu próteinsins með kynbótum en fóðrun.
4. Við aðstæður hérlendis er ekki að vænta verulegra áhrifa fóðurs á efnainnihald
mjólkur, nema þá helst ef farið verður að nota í meira mæli nýjar fóðurtegundir til
fóðrunar á mjólkurkúm t.d. fitu, meltu og mysu.
HEIMILDIR
Bruce, L.L., 1985. Biosynthesis and cellular secretion of milk. í: Lactation (ritstj. B.L.
Larson). The Iowa State University Press: 129-162.
Börsting, C.F. & M.R. Weisbjerg, 1989. Fatty acid metabolism in the digestive tract
of ruminants. Ph.D. thesis. Institute of Animal Science, Copenhagen, 1989.
Chalupa, W. & D.T. Galligan, 1989. Nutritional implications of Somatotropin for
lactating cows. J. Dairy Sci. 72: 2510.