Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 257
-247-
frameiðenda einstakra mjólkursamlaga og í öðru lagi á milli samlaga.
Best er að skýra þetta með dæmi:
Tveir framleiðendur leggja inn mjólk hjá hvoru sínu samlagi. Fituinnihald
mjólkurinnar er það sama hjá báðum framleiðendum, 3,9%, en aftur á móti er
meðalfituprósenta allrar innlagðrar mjólkur hjá samlagi A 3,8%, en hjá samlagi
B 4,0%. Með öðrum orðum, samlag A greiðir grundvallarverð fyrir mjólk með
3,8% fitu, en samlag B greiðir grundvallarverð fyrir mjólk með 4,0% fitu.
Það er því augljóst að þessir tveir framleiðendur fá ekki sama verð fyrir sína
mjólk þrátt fyrir að um nákvæmlega sömu vöru sé að ræða. Sá sem leggur inn í
samlag A fær meira en grundvallarverð, en sá sem leggur inn í samlag B fær
minna en grundvallarverð. Sjá línurit 2.
Þetta misræmi endurspeglast svo í samanburði á aðstöðu samlaganna. Samlag
A þarf að greiða grundvallarverð fyrir 3,8% feita mjólk, en samlag B fær 4%
feita mjólk á grundvallarverði.
Með nýju greiðslufyrirkomulagi verður grundvallarverð miðað við grundvallarmjólk
sem verður hrámjólk með ákveðnu innihaldi af fitu og eggjahvítu. Frávik í verði vegna
breytilegs efnainnihalds frá grundvallarmjólk verður ákveðið af sexmannanefnd sem
kr/0,l%/ltr. mjólkur bæði fyrir fitu og fyrir eggjahvítu.
Framleiðendur fá þar með sama verð fyrir sömu vöru alls staðar á landinu og
aðstöðumunur samlaganna hverfur.
Greiðsla fyrir fitu- og eggjahvítuinnihald
Gert er ráð fyrir í þeim tillögum sem fyrir liggja að eftir tvö ár verði vægi magns, fitu
og eggjahvítu í mjólkurverðinu eins og fram kemur í töflu 2 og frávik í verði vegna
fitu- og eggjahvítuinnihalds miðað við grundvallarverð kr. 48,56 pr. ltr. verði
eftirfarandi:
Tafla 2. Vægi verðþátta og útreikningur mjólkurverðs.
Verðþáttur Vægi % Frávik kr/0,l%/ltr. Grundvallarmjólk F: 3,98 E: 3,42
Magn 50 kr. 24,28 pr. ltr.
Fituinnihald 25 0,305 ” 12,14 " ”
Eggjahvítuinnihald 25 0,355 " 12,14 " "
Samtals: kr. 48,56 pr. ltr.