Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 259
-249-
100 ltr. mjólkur og breytingu á tekjum mjólkursamlaga við breytingu á fitu- og
eggjahvítuinnihaldi mjólkurinnar. Á línuriti 5 og 6 er tekjubreytingin sýnd bæði miðað
við brúttóverð til samlaga og heildsöluverð afurðanna.
Breyting á brúttótekjum mjólkursamlaga pr. ltr. mjólkur við breytingu á fitu- eða
eggjahvítuinnihaldi um 0,1% er eins og fram kemur í töflu 4 við framleiðslu á rjóma
og undanrennu og á smjöri og osti. Einnig er sýnd breyting á tekjum miðað við
heildsöluverð.
Tafla 4. Breyting á brúttótekjum samlaga við breytingu á fitu- og eggjahvítuinnihaldi.
Framleiðsla kr/0,1% fitu/ltr. mjólkur Brúttó- Heild- verö. söluv. kr/0,1% eggjahv./ltr. mjólkur Brúttó- Heild- verð. söluv.
Rjómi/undanrenna 1,054 1,130 0,000 0,000
Smjör/ostur 45% 1,202 0,410 0,198 0,380
Breyting brúttótekna í þessum afurðum er töluvert meiri pr. einingu fitu og
eggjahvítu en breyting á verði til framleiðenda sbr. töflu 2. Við samanburð á þessu
tvennu verður þó að hafa eftirfarandi í huga:
1. í verði til framleiðenda í töflu 2 er vægi fitu- og eggjahvítuinnihalds ennþá aðeins
50%.
2. Fitu- og eggjahvítuinnihald um 35% innveginnar mjólkur hefur engin áhrif á tekjur
samlaganna svo lengi sem fituinnihald nýmjólkur er ekki staðlað.
3. Óeðlilegt verð á smjöri til samlaganna miðað við heildsöluverð kemur greinilega
fram í töflu 4 þar sem breyting tekna pr. 0,1% fitu pr. ltr. mjólkur við framleiðslu
á smjöri og osti er kr. 1,202 miðað við brúttóverð en aðeins kr. 0,410 miðað við
heildsöluverð.
4. Framleiðslukostnaður samlaganna er innifalinn í brúttoverðunum.
LOKAORÐ
Efnainnihald mjólkur hefur áhrif á afkomu mjólkursamlaganna. Það er því eðlilegt að
verðlagningu hennar sé háttað á þann veg að samlögin borgi sama verð fyrir sama
hráefni. Einnig er eðlilegt að mikilvægi mjólkureggjahvítu komi fram í því að tekið
verði að minnsta kosti jafn mikið tillit til hennar og til mjólkurfitu, bæði við
verðlagningu hrámjólkur og við verðlagningu mjólkurafurða .
í framhaldi af nýju greiðslufyrirkomulagi fýrir mjólk til framleiðenda er nauðsynlegt