Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 268
-258-
Heymagnið sem kýrnar fengu var að meðaltali 8,5 kg á dag en sveiflaðist á bilinu
7,4 - 10,0 kg, háð flokkum og tímabilum.
Á sama hátt fengu kýrnar að meðaltali 5,1 kg af kjarnfóðri á dag, en það
sveiflaðist á bilinu 4,1 - 6,5 kg, háð tegund, flokki og tímabili. Magn af fitu úr fóðrinu
(g/d) minnkaði því með minnkandi fóðrun innan hverrar meðferðar eftir því sem á
leið tilraunina, en var óbreytt sem % af heildarfóðri (sjá töflu 7).
Sýnataka og mœlingar
Kýrnar voru vigtaðar vikulega og holdastigaðar (kvarði 1-5) við upphaf og lok hvers
tilraunatímabils. Nyt kúnna var mæld tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum,
og sýni þá tekin bæði kvölds og morgna og send til efnagreininga á Rannsóknastofu
Mjólkuriðnaðarins.
Á undirbúningsskeiðinu og síðan í lok hvers tilraunatímabils voru tekin mjólkursýni
til bragðprófunar og fitusýrugreiningar. Tekin voru 1,2 kg úr hverri kú við kvöldmjaltir
og 1,8 kg við næstu morgunmjaltir. Sýnum frá kúm í sama meðferðarhóp var þá
blandað saman og samsýni (4-5 kg) sent til bragðprófunar í MBF og til
fitusýrugreiningar (1 kg) á vegum Lýsis hf.
Bragðprófanir fóru fram hjá Mjólkurbúi Flóamanna undir stjórn Önnu Þ.
Árnadóttur, matvælafræðings. Prófanirnar voru gerðar strax að lokinni sýnatökunni
við morgunmjaltirnar og mjólkin notuð ógerilsneydd og ófitusprengd. Gerð voru tvenns
konar próf, annars vegar svokallað þríhyrningspróf þar sem dómari reynir að greina
stakt tilraunasýni (úr meðferðum 4 eða 8) frá tveimur viðmiðunarsýnum (úr meðferð
0). Hins vegar var notaður 9 stiga einkunnakvarði þar sem dómari gaf einkunn fyrir
bragð, lykt og aukabragð. Einkunn 1 er gefinn fyrir mjög gott bragð, mjög góða lykt
og mjög mikið aukabragð. Besta sýnið ætti því að hafa lága einkunn fyrir bragð og
lykt en háa fyrir aukabragð.
Hey og kjarnfóður var vigtað daglega í hvern grip og leyfar einnig. Við fóðrun
voru tekin 2-4 sýni af hverri fóðurtegund í hverri viku og var efnagreint eitt samsýni
af hverri fóðurtegund af hverju tímabili. í heysýnum var mældur in vitro meltanleiki,
hráprótein, tréni, fita og steinefni. Við blöndun á kjarnfóðrinu voru tekin sýni til
efnagreininga af hráefnum og í þeim var mælt hráprótein, tréni, fita, aska og steinefni.
Allar mælingarnar voru gerðar samkvæmt ..hefðbundnum" aðferðum við fóður-
efnagreiningar á RALA nema hvað fitan í kjarnfóðrinu var mæld með .vatnsrofs"
aðferð (hydrolysu), en ekki með eter skolun (eter extrakt).
Fóðureiningar í hráefnum voru reiknaðar skv. fóðurtöflum NJF (Nr. 1, 1969) og