Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 270
-260-
Meðaltöl meðferða voru borin saman með línulegum samanburðarföllum
(kontröstum), nema meðaltöl úr bragðprófunum sem borin voru saman með tveggja
þátta t-prófun.
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður varðandi fitusýrusamsetningu mjólkur og loðnufitu liggja ekki fyrir ennþá.
Át og þungi gripa
Engin vandkvæði voru á því að fá kýrnar til að éta það fóður sem til var ætlast,
óháð því af hvaða tegund það var og ekki var marktækur munur milli meðferða á
áti á FrFE/d (P = 0,45). Lágmarksmagn af fitu í fóðri er talið þurfa að vera 20-30
g/kg 4% mjólk (Hindhede, 1983) og meðferð 0 var á því bili (sjá töflu 7).
Ekki var marktækur munur milli meðferða á þungabreytingum kúnna (P = 0,53) en
kýrnar þyngdust minna við vaxandi fitu í fóðrinu (0,26, 0,15 og 0,11 kg/d) og gerðist
það í öllum kúaflokkum. Meðferðin hafði ekki merkjanleg áhrif á holdastig.
Tafla 7. Þungi gripa og át innan einstakra meðferða.
0 Meðferð 4 8
Þungi, kg 417 415 413
Kjarnfóður, kg/d 5,41 5,09 4,80
FrFE/d 5,24 5,68 5,77
Fita alls;
g/d 312 507 650
% af þe. 2,60 4,33 5,68
g/FrFE 60 89 113
g/kg 4% mjólk 25 42 57
Fita úr kjarnfóðri:
g/d 135 326 490
% af þe. 1,13 2,79 4,29
g/FrFE 26 57 85
g/kg 4% mjólk 11 27 44
Afurðir
Ekki var marktækt samspil (víxlhrif) milli flokka og meðferðar í neinu tilviki en
þessum lið var þó haldið utan við skekkju þar sem mismunandi svörun flokkanna við
meðferðinni getur talist mjög eðlileg. Þannig svara afurðaháir gripir oftast fitufóðrun
betur en aðrir (Hindhede, 1983).