Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 271
-261-
Fitublöndun í fóðrið jók afurðir kúnna mældar sem kg mjólk á dag (P = 0,04) en
ekki sem kg mjólk/FrFE. Þessi áhrif fitunnar voru langmest hjá kúm í flokki D
(afurðahæstu kýrnar) en enginn hjá fyrsta kálfs kígunum (flokkur A). Á hinn bóginn
þegar tekið er tillit til orku í mjólkinni þá minnkar sú framleiðsla við fóðrun á
loðnufitunni og framleiðsla á mælimjólk (kg/d) var marktækt minni. Þetta á þó ekki
við um flokk D þar sem framleiðsla á 4% mjólk var sú sama við allar meðferðir
(14,5 kg/d).
Orkan í mjólkinni (kcal/kg) lækkar við fitufóðrunina og einnig heildarorka úr
mjólk á dag (Mcal/d). Loðnufitan virðist því lækka orkunýtinguna, en rétt er að
benda á að allt tal um orkunýtingu í þessari tilraun (t.d. 4% mjólk/FrFE) hefur þann
veikleika að einungis er um reiknaðar FE að ræða, en ekki mældar. Sem dæmi má
nefna að réttara hefði verið að miða við 2,5 en ekki 3,0 FE/kg af loðnufitunni
(Sundstöl, 1974). Við þessa breytingu lækkar fóðrun á kúm í meðferð 8 um 0,2 FE/d
en um 0,1 í meðferð 4. Þetta breytir þó engu um megin niðurstöður þar sem fitan
minnkar bæði orkuframleiðslu í mjólk og einnig vöxt. Miðað við jafna fóðurnýtingu
má reikna út frá áti, mjólkurframleiðslu og viðhaldsþörfum að þynging kúnna hefði
átt að vera 0,29, 0,34 og 0,40 kg/d í meðferðum 0, 4 og 8, en reyndin varð hins
vegar þveröfug.
Efnainnihald mjólkuriimar breyttist mikið við fitufóðrunina. Fitu %, prótein % og
Ffþe % lækkuðu en hlutfall mjólkursykurs var óbreytt. Afurðir af fitu (g/d) minnkuðu,
voru óbreyttar af próteini og Ffþe, en jukust heldur af mjólkursykri, þó varla marktækt
(P = 0,08).
Ef hlutföll (%) efna í mjólkinni lækka en afurðir (g/d) eru óbreyttar, má líta á
þá lækkun sem bein þynningaráhrif vegna aukins rúmmáls. Þannig virðist loðnufitan
ekki hafa bein hindrandi áhrif á myndun próteins í júgranu, en á hinn bóginn er
eitthvað sem hindrar myndun mjólkurfitu.
Mjög erfitt er að breyta hlutfalli mjólkursykurs vegna þess hve það er nátengt
vökvaspennu í mjólkinni. Aukning í mjólkurmagni getur því verið afleiðing þess að
meira magn efna er til staðar í júgranu til myndunar mjólkursykurs. Þannig er
hugsanlegt að sum þeirra efna og sú orka sem sparast í júgurvefnum við það að
mjólkurfitumyndun minnkar, nýtist til myndunar mjólkursykurs í staðinn og þar með
aukist mjólkurmagn, en þynning verði á öðrum efnum í mjólkinni.
Ef einungis eru borin saman meðaltöl fyrir meðferðir 0 og 4 þá er ekki um
aukningu í mjólk né minnkun í mælimjólk að ræða. Hins vegar lækkar orka, fita,
prótein og fitufrítt þe. í mjólkinni við 4% íblöndunina og sömuleiðis verð til
L