Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 282
-272-
Meðal annars var ákveðið að ráðast í framkvæmd rannsóknar á "The Boston
Seafood Show" sem er sýning seljenda sjávarafurða á Bandaríkjamarkað, og kanna
hvernig bandarískir kaupendur álitu best að þróa þá vöru sem þeim yrði væntanlega
boðið í náinni framtíð í formi íslenskrar ferskvatnsbleikju.
Hér var því um að ræða könnun sem beint var nær eingöngu að þætti vöruþróunar,
en ekki markaðssetningar og væntanlegs markaðsstarfs, þó ýmsar niðurstöður
eflaust geti nýst til markaðsstarfsins.
Útflutningsráð íslands sá um hönnun spurninga í nánu samstarfi við Búnaðarfélagið
og Markaðsnefnd, en aðilar frá þessum samtökum sáu síðan um framkvæmd
könnunarinnar á Boston sýningunni 7-9 mars 1989.
Farið var með fersksvatnsbleikju á sýninguna og hún sýnd kaupendum og var til
samanburðar við bleikju sem var sjóalin, en sá fiskur var frá Smára h/f í Þorlákshöfn.
Eitt af megin atriðum könnunarinnar var að fá úr því skorið hvort ferskvatnsbleikjan
þarf að hafa silfrast í saltvatni áður en hún er sett á markað. Þau atriði sem spurt
var um í könnun þessari að finna í viðauka 1, aftast í skýrslu þessari.
Þess ber að geta að könnunin byggir á svörum alls 30 aðila sem var all blandaður
hópur kaupenda. Þessa svörun verður að telja all góða miðað við aðsóknina að
íslenska básnum á sýningunni.
Telja verður að það hafi náðst í flesta þá aðila sem á annað borð sýndu íslensku
ferksvatnsbleikjunni einhvern áhuga.
Hér ber að geta þess að spurning nr. 2 á spurningaeyðublaði því sem gestir á "The
Boston Seafood Show" voru beðnir að útfylla, var gölluð þar hún gaf til kynna að
það væri ákveðinn munur á roðlit annarsvegar ferskvatnsbleikju og hinsvegar
sjóalinni bleikju. Spurninguna hefði átt að setja fram á annan hátt.
Hvort þessi könnun er marktæk má deila um. í fyrsta lagi eru kannanir af þessu tagi
aldrei 100% marktækar og í öðru lagi er vafasamt hvort úrtakiö er nægilega stórt til
aö gefa marktæka mynd af vilja kaupenda um vöruþróun. Hinsvegar, eins og kemur
í Ijós í úrvinnslu, er um að ræða ákveðna fylgni er varða mikilsverð atriði.
Samkvæmt þessari könnun og þeim fyrirvörum sem gerðir eru, er hér um að ræða
margar athyglisverðar niöurstöður sem hægt er að taka mið af í vöruþróun og við
mótun á stefnu og áætlanagerð hvað viðkemur markaðssetningu.
Athyglisvert er að roðlitur í átt að silfrun hefur áhrif á vilja bandarískra kaupenda til
að markaðssetja vöruna. Hinsvegar eru niðurstöður á þann veg, að ekki virðist í
sjálfum sér skipta máli hvort bleikjan er ferskvatnsalin eða sjógengin, heldur aðeins
að sú slifrun sem á sér stað við að bleikjan gengur í sjó sé til staðar. Þó er rétt að
geta þess, að í viðtölum við sömu aðila og könnunin nær til kom fram að þeir telja
roðlitinn skipta minna máli við sölu á stofnannamarkaðinn en á smásölumarkaðinn.