Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 283
-273-
Skýrt kemur fram í könnuninni aö litur á kjöti verður aö vera yfir í rautt, en ekki sá
gulhvíti litur er einkenndi þá ferskvatnsbleikju sem sýnd var á "The Boston Seafood
Show".
Aðeins fáir og þá aðilar í fullvinnslu töldu að gulhvíti liturinn væri í lagi.
í þessu sambandi ber að geta þess að í fyrravetur var haldinn fundur hagsmunaaðila
opinberra, neytenda, og fullvinnsluaðila í matvælaiðnaðinum um aukaefni í matvöru,
og þá sérstaklega litarefni. Æskilegt er að fylgjast með framvindu þessara mála þar
sem ferskvatnsbleikjan verður væntanlega litafóðruð.
Hvað viðkemur verkun og stærðum, eru línur nokkuð Ijósar. Kaupendur vilja fá fiskinn
heilan ferskan, frosinn heilan og nokkur áhugi er fyrir að fá hann ferskan flakaðan.
Stærðir eru nokkuð mismunandi, en mikill áhugi er fyrir 1000gr og stærri fisk.
Eftir að Útflutningsráð íslands, markaðsrannóknastjóri, hafði skilað úrvinnslu, áliti og
tillögum til framhaldsaðgerða eftir markaðsrannsókn á Boston Seafood Show, var
ákveðið af samstarfsaðilum að framkvæma aðra markaðsrannsókn viðkomandi
ferskvatnsbleikju á matvælasýningunni Anuga sem haldin var í Köln daganna 14-19
okt. sl.
Markmið rannsóknarinnar var að fá viðbrögð kaupenda við íslenskri ferskvatnsbleikju
og álit þeirra á ýmsum atriðum er varða markaðssetningu og sölu á afurðinni í
framtíðinni, þá sérstaklega í löndum Evrópu. Einnig var markmiðið að fá álit
utanaðkomandi gesta og er þá átt við kaupendur frá Asíu og N- Ameríku.
í heild er hægt að segja að árangur af Anuga sýningunni hafi verið góður. Mjög
margir kaupendur sýndu ferskvatnsbleikjunni áhuga og um 50 aðilar sýndu vörunni
þann áhuga að þeir óskuðu eftir ferkari uþþlýsingum og allmargir óskuðu eftir
sýnishornum og verðlistum.
Bleikjunni var stillt upp á áberandi stað á íslenska sýningarbásnum, í þar til gert
sýningarborð og var bæði fiskurinn sem sýndur var, svo og umgjörð hans mjög til
fyrirmyndar.
Markaðsrannsóknarstjóri Útflutningsráðs sá um framkvæmd markaðsrannsóknarinnar
og skipulagningu í samstarfi við Markaðsnefnd landbúnaöarins og Búnaðarfélag
íslands.
Helstu niðurstöður úr markaðskönnunum.
1 ROÐLITUR.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur roðlitur áhrif á markaðsmöguleika
bleikjunnar. af þeim sem tóku afstöðu töldu 31 mismunandi roðlit mjög mikilvægan
við markaðssetningu, 19 töldu roðlitinn mikilvægan en þessir svarendur til samans
eru mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu. Þessar niðurstöður eru hinsvegar ekki
fullkomlega marktækar.