Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 284
-274-
í fyrsta lagi vegna þess aö sumir þeirra sem tóku afstööu rugluðu saman roðlit og
kjötlit. í ööru lagi vegna þess að skiptar skoöanir komu fram í viðtölum þar sem
sumir töldu breytilegan roölit, styrk vörunnar, hann gæfi bleikjunni "vilt yfirbragð" og
gengi vel í kaupendur. Aörir töldu breytilegan roðlit veikleika, því þá væri varan ekki
eins jafnlit í augum kaupenda, og í versta falli settu kaupendur bragö og gæði í
samband viö þann lit sem þeir huglægt teldu rétta litinn.
Enn aörir töldu roðlit ekki skipta neinu afgerandi máli, ef varan væri óskemd og
tiltölulega frambærileg, það sem skipti máli væri að kjötliturinn væri eins og
viðkomandi markaöur ætlaðist til. Veitingahús og hótel matreiddu fiskinn á þann veg
að neytandinn sæi í sjáflum sér aldrei roðið og það skipti hann ekki máli.
Ef draga á einhverja ályktun af viðtölum og svörum, verður að segja að roðlitur sé
mikilvægur, þar sem hann er einn stærsti hluti af útliti vörunnar. Ef roðlitur er eins
silfraður eins og hann getur orðið, þá er það styrkur vörunnar. Sama gildir um að
bak sé eins dökkt og það frekast getur orðið. Hér er um að ræða ákveðið vandamál
sem kemur fram við slátrun bleikjunnar og það vandamál verður að leysa sem fyrst.
Hvað varðar roðlit er einnig rétt að taka fram að mismunandi skoðanir komu fram
eftir mörkuðum. Bandaríkjamenn vilja hafa kynþroska einkeinni bleikjunnar, og töldu
þeir Bandaríkjamenn sem tóku þátt í könnuninni, rauða litinn á kviöi bleikjunnar
afgerandi fyrir markaðsstöðu hennar í Bandaríkjunum. Einnig lögðu þeir áherslu á að
kjötliturinn væri eins rauður og mögulegt væri.
Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar og Belgíumenn voru tiltölulega ánægðir með roð
og kjötlit eins og hann kom fram á þeim fiski sem sýndur var á Anuga, Ijósrautt hold,
og kynþroskaeinkenni á kviði.
Svisslendingar sýnast vilja vörunna með hvítu, eða gulhvítu kjöti, og þá alls ekki
kynþroskaeinkenni á kviði.
Jaþanir eru ekki sérlega hrifnir af kynþroskaeinkennum, þó voru uppi misjafnar
skoðanir á því atriði, en fyrir þann markað verður kjötið að vera eins rautt eins og
hægt er að ná því með fóðrun.
2. SJÓALIN, FERSKVATNSALIN BLEIKJA.
Miklu máli skiptir fyrir framtíð bleikjueldis hér á landi hvort kaupendur telja
markaðsmöguleika fara eftir því hvort bleikjan sé ferskvatnsalin eöa sjóalin.
Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna ákveðinn skoðannamun á milli svarenda um
þetta atriði. Af þeim sem tóku afstöðu telja jafnmargir mikilvægt að bleikjan sé sjóalin,
og þeir sem telja það skipta minna máli. í viðtölum komu nokkur mikilvæg atriði í Ijós
sem rétt er að geta hér.
a) Ferskvatnsfiskur sá sem líkist bleikju mest í Evrópu er Salmo trutta, og virtust