Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 285
-275-
kaupendur oft líkja íslensku bleikjunni við þann fisk. "Forell" sem er nafnið á þessum
fiski í Evróþu er lággæðavara og er seld ódýrt, miðað við t.d. lax. Tðldu margir aðilar
sem tóku þátt í könnuninni erfitt ef ekki ómögulegt að koma neytendum í skilning um
að íslensk bleikja væri annar fiskur, og á allt öðrum verðum.
b) Fiskur alinn í vatni, er af mörgum evróþubúum talin varhugaverð vara. Ástæður
eru einkum þær að vatn í Evrópu er mengað, og neytendur setja sama-sem merki
milli fiskjar sem alinn er í fersku vatni og mengaðra matvæla.
c) Mikið framboö er á "forell" sem alin er í Þýskalandi, N-Frakklandi, Hollandi, og
Belgíu. Mikið framboð er einnig á regnbogasilungi frá Svíþjóð og Danmörku á
Evrópumarkaðinn. Þessi fiskur er verðlagður lágt og er talin af neytendum og
kaupendum lággæðavara.
Af þessum sökum töldu kaupendur sjóalna þleikju hafa meiri möguleika sem
aögreinda vöru á markaðnum, og neytendur væru tilbúnir til að borga hærra verð
fyrir bleikju sem alin hefði verið í "clean waters" þ.e. hafi norðursins.
Á hinn bóginn voru þeir viðmælendur sem töldu þetta atriði skiþta minna máli.
Ástæður fyrir þeirra áliti eru eftirfarandi:
a) Svo framarlega sem varan er aðgreind í byrjun sem sérstök og einstök, alin í
hreinu vatni norðursins, skiptir ekki máli hvort bleikjan er ferskvatnsfiskur eða sjóalin.
b) Stofnannamarkaðurinn ásamt hótel og veitingahúsum gerir ekki greinarmun á sjó
og ferskvatni svo framarlega að gæðin séu í lagi og um réttar stærðir sé að ræða.
c) Sé fiskurinn kynntur rétt til kaupenda, sem sérstakur ferskvatnsfiskur, skiptir þetta
atriði ekki máli.
Við markaðssetningu ferskvatnsbleikju á Evrópumarkaðnum verður að hafa þessi
atriði í huga. Greinilegt er að hún hefur ákveðna möguleika sem sérstök aðgreind
vara, en erfitt er að gera sér grein fyrir í hvaða magni og fyrir hvaða verð.
3. STÆRÐIR.
Niðurstöður svara við hvaða stærðir kaupendur gætu hugsað sér að ættu erindi inn
á markaðinn gefa til kynna ákveðna dreifingu þar sem áhugi er fyrir næstum öllum
stærðum. Þó er mestur áhugi fyrir 1000 gr. fiski og stærri, flestir þeirra sem tóku
afstöðu töldu slíkan fisk eiga mest erindi á markaðinn. Næst mestur áhugi var fyrir
550-650 gr. fiski þar næst þortion fiski (250-500 gr) og sístur áhugi var fyrir 650-
1000 gr. fiski.
4. VERKUN.
Yfirgnæfandi hluti aðsþurðra taldi heila slægða bleikju eiga mest erindi inn á
markaðinn. All mikill áhugi var einnig fyrir frystri slægðri bleikju, einnig frystum flökum