Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 286
-276-
og reyktum flökum. Enginn áhugi var fyrir stykkjaöri frystri bleikju, lítill áhugi fyrir
stykkjaöri frystri. Talsveröur áhugi var fyrir ferskum flökum.
Þessar niöurstöður gefa þá mynd, að útflutningur veröur væntanlega mestur í heilli
ferskri bleikju, en ánægjulegt er aö sjá aö talsverður áhugi er fyrir aö kaupa fiskinn
aö hluta til unninn.
5. FREKARI UPPLÝSINGAR.
Allir þeir sem svöruðu könnuninni óskuöu eftir frekari upplýsingum um bleikjunna.
Einnig voru margir sem óskuöu strax eftir sýnishornum og verðum.
6. SELJA BLEIKJU.
Niðurstöður eru mjög áhugaveröar og gefa tilefni til vissrar bjartsýni um að takast
muni að selja eitthvert magn af bleikju á útflutningsmarkaðina. í sjálfum sér er
glæsilegt að leggja upp meö vöru sem sýndur hefur verið slíkur áhugi, sem íslensku
bleikjunni. Yfirgnæfandi hluti þeirra viöskiptaaöila sem svöruöu könnuninni haföi
mikinn áhuga á að selja bleikjuna. Rétt er þó aö taka mikinn hluta þeirra sambanda
sem öfluðust á Anuga og í Boston meö fyrirvara, þangaö til árangur af beinni sölu
fer að sjást til þessarra aðila. Hinsvegar hefur á Anuga skapast mikilvægt net
sambanda sem eftilvill síðar er hægt að leita til, með góö ráö eöa sölu.
7. HVERT VERÐUR BLEIKJAN SELD.
Greinilega kemur í Ijós að bleikjan á erindi samkvæmt mati kaupenda, hvorutveggja
á stofnannamarkaðinn og smásölumarkaðinn. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður, þ.e.
ef kaupendur telja að neytendur er kaupa í smásölu séu tilbúnir að borga 15 DM cif
fyrir vörunna og +/- 100% í dreifingar og smásölukostnað fyrir kg. af bleikju. Þessar
Niðurstöður má túlka á þann veg, að markaðurinn fyrir bleikju miðað við það
skilaverð sem nauðsynlegt er, sé langt um stærri en upphaflega var áætlað, þar sem
veitingahús, hótel og eftilvill "delikatesse" verslanir voru í fyrstu álitin tilbúin til að
borga þessi háu verð.
Hinsvegar er rétt að taka fram að stærð þessa markaðar liggur ekki fyrir, þannig
að reynslan ein getur leitt í Ijós hvort smásölumarkaðurinn er tilbúinn til að borga
þessi verð, og hvaða magn er hægt að selja þangað. Það kom reyndar fram í
viðtölum að kaupendur töldu veitingahúsa-og hótelamarkaðinn vel þola þessi verð,
en einnig er óvíst, um hversu mikið magn er um að ræða.
8. HVAÐA LAG MARKAÐARINS VERÐUR BLEIKJAN SELD Á.
Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því strax, að ef framleiðsla bleikju á að verða