Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 287
-277-
ábátasöm fyrir framleiðendur þá verður að selja bleikju sem hágæðavöru. Ákveðið
var að gera könnun á því meðal viðskiptaaðila á Anuga, hvort slíkt væri óraunhæft.
Niðurstöður er á þann veg, að væntanlegir kaupendur telja í yfirgnæfandi meirihluta
telja að bleikju eigi að markaðsetja sem hágæðavöru.
Hér er ekki um að ræða sjálfgefna markaðssetningu sem hágæðavöru. Bleikjan sem
send verður á útflutningsmarkaðina verður að standast kröfur sem gerðar eru til
hágæðavöru. Hér er því langt í land, með að skilgreina hvaða bleikja fellur undir
skilgreininguna hágæðavara, engir staðlar eru í dag til um slíkt. Ef vöruna á að
markaðssetja sem hágæðavöru, verður að setja slíka staðla. Gæði eru einnig meira
en gæð vörunnar, hér er einnig um að ræða gæði í afhendingum, og gæði í
viðskiptum almennt.
9. NAFN.
Flestir þeir sem svöruðu spurningum á Anuga, töldu að framleiðendur ættu að halda
sig við enska nafnið Arctic char. Nafnið á vörunni skiptir miklu máli, enda voru margir
sérstaklega Hollenskir og Þýskir svarendur sem ekki könnuöust við tegundina.
Norðmenn hafa gert tilraun með að flytja bleikjunna út sem Arctic queen, en ekki
hefur það nafn mikið fylgi meðal svarenda á Anuga.
Vissulega er tilefni til ákveðinnar bjartsýni hvað varðar sölu á bleikju á
útflutningsmörkuðunum. Niðurstöður tveggja kannanna frá The Boston Seafood
Show, í Bandaríkjunum fyrri part árs 1989 og niðurstöður úr könnuninni sem nýlega
var gerð á Anuga í Köln, hafa gefið til kynna áhuga kaupenda á þessarri vöru.
Einnig eru þeir aöilar sem stóðu að þessum könnunum miklu nær um markaðsmál
og vöruþróun en þegar byrjað var. Hér er notað tækifærið og BNúnaðarfélagi íslands
þökkuð sú framsýni og ábyrgð sem felst í því að gera nákvæma úttekt á
mörkuðunum áður en framleiðendum er gefinn frjáls taumurinn við framleiðslu á
þessum eldisfiski.
Með þessum könnunum er lokið ákveðnu stigi, í uppbyggingu framleiðslu á nýrri
tegund eldisfisks, sem framtíð á fyrir sér ef rétt er á spilunum haldið í framhaldi af
Þessum áfanga. Öruggt er að markaðs-og sölumöguleikar bleikju í framtíðinni eru
bundnar vissum aðgeröum.
Ef ekki verður um að ræða samræmingu á markaðssetningu, kynningarstafsemi og
sölu fyrir þessa afurð ásamt framleiðslu, er allt þetta starf sem nú hefur verið unnið,
unnið fyrir gíg og líklegt að ringulreið skapist sem erfitt er að vinna sig út úr.
í Ijósi þessa eru eftirfarandi tillögum til framhaldsaðgerða velt upp. Þær eru aðeins
hugmyndir sem eftilvill mætti ræða og breyta og bæta, eða taka ekkert tillit til: