Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 315
-305-
til að samsvara kostnaðarhækkunum i landbúnaðinum. Þar næst
er reiknað út hve mikið verð afurðanna þarf að hækka, til að
bændur fái hlutfallslega sömu hækkun á tekjum sinum eins og
aðrir hópar i þjóðfélaginu. Að lokum er heildarupphæðin
lækkuð um 1.9%, sem er krafa um árlega framlegðaraukningu i
landbúnaðinum. Niðurstaðan verður krafa bænda um hækkun á
afurðaverði. Þessi aðferð er notuð að hluta til við
útreikninga stj órnarnefndarinnar.
Þegar afurðaverð hefur verið ákveðið, þá er dagleg
framkvæmd á ábyrgð hennar. Daglega þarf að taka ákvarðanir um
t.d. innflutningsgjöld, hina og þessa styrki, uppkaup eða
sölu á birgðum o.s.frv.
Raunveruleg framkvæmd þessara verkefna fer þó fram að
verulegu leyti i hverju landi fyrir sig. f Danmörku sér
landbúnaðaráðuneytið (EB deildin) um framkvæmd þessara mála.
Jafnframt sér tollstjóraembættið um mikilvæg málefni í
sambandi við inn- og útflutning á landbúnaðarafurðum,
innheimtu verðmiðlunargjalda af korni o.s.frv.
2.4. Kvóíakerfi í landbúnaði.
Mjólk:
Kvótakerfi hefur lengi verið við lýði innan EB. Það var
sett á í mjólkurframleiðslunni árið 1984. Þann 1. apríl er
verð mjólkur ákveðið fyrir næsta markaðsár, og er þá miðað út
frá mjólk með 3.7% fitu. Til að örfa mjólkurneyslu
innanlands eru ýmsar vörur niðurgreiddar s.s. skólamjólk,
smjör, is, mjólkurnotkun x bakaríum svo og smjör, undanrenna
og undanrennuduft sem notað er I fóður. Útflutningsbætur eru
greiddar á smjör, undanrennuduft, nýmjólkurduft, ýmsa osta og
feiti til Miðausturlanda.
Það kvótakerfi sem gildir i mjólkurframleiðslunni á að
gilda að minnsta kosti til ársins 1992. Sérhvert land getur
valið á milli að útfæra það sem framleiðendakvóta eða
mjólkurbúakvóta. Um það bil helmingur aðildarlanda notar
hvort kerfi. Árið 1983 er notað sem viðmiðunarár.
Framleiðendum er á þennan hátt tryggt ákveðið verð
fyrir sinn mjólkurkvóta. Ef þeir framleiða umfram sinn kvóta,
þá greiða þeir skatt á hvern líter sem nemur umsömdu verði.
Þar sem mjólkurbúakvótinn hefur verið valinn, þá er kerfið